Beint í efni

Styrkumsóknir vegna áburðarkaupa berist fyrir 20. ágúst

11.08.2009

Landssamband kúabænda vill minna á að umsóknir um styrki vegna áburðarkaupa skulu hafa borist búnaðarsamböndunum fyrir 20. ágúst n.k. Umsóknareyðublað er að finna hér, reikningar vegna áburðarkaupa þurfa að fylgja.  

Ný lög um Bjargráðasjóð voru samþykkt á Alþingi í apríl sl. og er að finna hér. Styrkir til áburðarkaupa eru veittir á grundvelli IV bráðabirgðaákvæðis laga þessara sem hljóðar svo: „Þrátt fyrir ákvæði 8. gr. er stjórn sjóðsins heimilt á árinu 2009 að ráðstafa fjármunum úr almennri deild sjóðsins til að draga úr hættu á uppskerubresti sem gæti leitt af sér óæskilegan samdrátt í búvöruframleiðslu.
Stjórn sjóðsins setur nánari reglur um þessa sérstöku ráðstöfun, svo sem um skilyrði fyrir úthlutun og hve hárri fjárhæð skal varið til verkefnisins, en gæta skal þess að greiðslur á þessum grundvelli skerði ekki hlut sveitarfélaga í uppgjöri samkvæmt ákvæði til bráðabirgða I og II.“