Styrkjalaus ostur?
15.08.2006
Um nokkurt skeið hefur gefið að líta í Bónus í Smáranum ostakæli frá Mjólku ehf, með áletruninni „Nýjung – Styrkjalaus ostur“. Hér er um bein ósannindi að ræða því að þeir bændur sem leggja inn hjá Mjólku ehf. njóta sama stuðnings til framleiðslu sinnar og aðrir mjólkurframleiðendur. Afurðastöðvar mjólkuriðnaðarins hafa engra styrkja notið af hálfu hins opinbera frá árinu 1992.
Í þessu sambandi er vert að minna á að í siðareglum Sambandi íslenskra auglýsingastofa um auglýsingar segir í annarri grein að þær skuli semja þannig að traust neytandans, takmörkuð reynsla hans eða þekking sé ekki misnotuð. Í fjórðu grein er jafnframt lögð áhersla á að auglýsingar skuli ekki innihalda staðhæfingar eða myndir sem líklegar séu til að villa um fyrir neytandanum beint eða óbeint, með því að gefa eitthvað í skyn, halda eftir nauðsynlegum upplýsingum eða með því að nota tvíræða framsetningu eða ýkjur. Í framangreindu tilfelli eru þessar siðareglur að engu hafðar.