
Styrkir úr Stofnverndarsjóði hrossaræktar veittir fyrir árið 2023
15.09.2023
Fagráð í hrossarækt veitti á dögunum styrki úr Stofnverndarsjóði og hlutu tvö verkefni styrk þetta árið.
Háskólinn á Hólum hlaut styrk fyrir verkefnið „Líkamsþungahlutfall milli knapa og hesta á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins og tengsl við árangur, heilbrigði og endingu.“
Segir m.a. í umsögn ráðsins að: Rannsóknin er afskaplega mikilvæg, sérstaklega í ljósi umræðu um svokallaða ”Samfélagssátt um notkun íslenska hestsins (SLO: Social licence to operate)”. Í því samhengi er vitnað til smæðar hans (þyngd og hæð á herðar) og þess hvort nota eigi hann til reiðar.
Einnig hlaut verkefni Matís „Framþróun erfðagreininga í þágu íslenska hestakynsins“ styrk úr sjóðnum.
Í umsögn ráðsins er talað um mikilvægi slíkra ransókna og er hún afar mikilvæg varðandi framþróun erfðamats á íslenskum hrossum.
Við óskum styrkhöfum hjartanlega til hamingju og velfarnaðar í framhaldinu.