Beint í efni

Styrkir til rannsókna- og þróunarverkefna búgreina

16.09.2021

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna- og þróunarverkefna í garðyrkju, samkvæmt VIII. kafla reglugerðar nr. 1273/2020 um stuðning við garðyrkju, þróunarverkefna í sauðfjár- og nautgriparækt, samkvæmt VIII. kafla reglugerðar nr. 430/2021 um almennan stuðning í landbúnaði.

Fjármunum til þróunarverkefna er ætlað að styðja við kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í greinunum svo sem ráðgjafar-, kynningar-, rannsókna-, eða tilraunaverkefni sem og, vöruþróunar- og endurmenntunarverkefni. Fagráð hverrar búgreinar veitir umsögn um allar umsóknir sem berast í þróunarsjóð hennar.

Umsókn skal skila rafrænt á mínum síðum (eyðublaðavef) Stjórnarráðsins. Sérstök umsókn er fyrir hverja búgrein, þ.e garðyrkju, nautgriparækt og sauðfjárrækt og umsækjendur beðnir að gæta að því.

Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2021