Beint í efni

Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna

19.10.2012

Bændasamtök Íslands auglýsa eftir umsóknum um styrki til rannsókna og þróunarverkefna í nautgriparækt samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 913/2010.

 

Umsókn skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar:

– Yfirlit um tilgang og markmið verkefnisins.

– Listi yfir alla sem eiga aðild að verkefninu.

– Tímaáætlun verkefnisins.

– Fjárhagsáætlun verkefnisins.

– Hvernig verkefnið nýtist nautgriparæktinni.

– Hvar og hvernig niðurstöður verða kynntar.

 

Nánari upplýsingar veita Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir og Magnús B. Jónsson, nautgriparæktarráðunautar Bændasamtakanna, en hægt er að ná sambandi við þau í síma 563-0300.

 

Umsóknum skal skilað fyrir 25. október n.k. til Bændasamtaka Íslands, Bændahöllinni v/ Hagatorg, 107 Reykjavík. (Merkt: Umsókn um þróunarfé)/SS.