Beint í efni

Styrkir til jarðræktar árið 2012

30.04.2012

Eins og undanfarin ár verða greiddir styrkir vegna gras-, grænfóður- og kornræktar og koma fjármunirnir úr mjólkur,- sauðfjár- og búnaðarlagasamningi. Það kemur ekki í ljós fyrr en í lok ársins hver styrkurinn á hvern hektara verður, m.a. vegna þess að það ræðst af umfangi ræktunarinnar á landsvísu og heildarfjárhæð. Til samanburðar má geta þess að á síðasta ári var hann 13.050 krónur á fyrstu 20 ha en 8.700 krónur á ha upp að 40 ha ræktun. Óska þarf eftir úttekt ráðunautar fyrir 10. september.

Reglur og umsóknareyðublað er að finna hér.