Stuðningur við nýliða í mjólkurframleiðslu
05.06.2012
Gefin hefur verið út breyting á reglugerð 1278/2011 um greiðslurmark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2012. Með breytingunn er nánar skilgreind ráðstöfun á 87,6 milljónum kr. af óframleiðslutengdum og/eða minna markaðstruflandi stuðningi. Ráðstöfun þessara fjármuna til einstakra verkefna skal vera sem hér segir:
a) Kynbótaverkefni (skil á mjólkurskýrslum og mjólkursýnum úr einstökum kúm): 50,4 m.kr.
b) Til nýliðunar í stétt mjólkurframleiðenda: 25,0 m.kr.
c) Þróunarfé til rannsókna og/eða þróunarverkefna í nautgriparækt: 12,2 m.kr.
Rétt fyrir áramótin síðustu var settur á fót starfshópur þar sem sæti áttu fulltrúar LK, BÍ og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, sem hafði það hlutverk að móta verklagsreglur um úthlutun stuðnings til nýliða í mjólkurframleiðslu. Sá hópur skilaði tillögu í byrjun febrúar.
Verklagsreglurnar verða birtar í Stjórnartíðindum mjög bráðlega.
Reglugerð nr. 463/2012 um breytingu á greiðslumarksreglugerð