Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Strympa er afurðamesta kýr heims!

28.04.2012

Kýrin Strympa eða Smurf eins og hún heitir á ensku er engin venjuleg kýr. Strympa fékk nýverið viðurkennt heimsmet í afurðasemi en hún hefur alls mjólkað 216.819 kílóum á langri ævi. Strympa er af Holstein-Friesian kyni og er nú nærri 16 ára gömul og er enn í fullu fjöri. Kýrin er í eigu bóndans Eric Patenaude (sjá meðfylgjandi mynd) sem er með kúabú sitt í Embrun rétt utan við Ottawa í Kanada.

 

Strympa fer í um 50 lítra á dag líkt og aðrar kýr í fjósi hans, eini munurinn er sá að hún hefur mjólkað þrefalt lengur en flestar hinar kýrnar. Strympa hefur borið 10 sinnum og er í geldstöðu nú fyrir burð nr. 11 sem er væntanlegur á næstu vikum. Hingað til hefur hún átt níu nautkálfa en einungis eina kvígu.

 

Það voru fulltrúar frá Heimsmetabók Guinness sem afhentu Eric staðfestingu um heimsmet Strympu. Fyrir áhugafólk um kynbótastarf má geta þess að Strympa er undan nautinu Emperor frá Wisconsin en móðir hennar, Murphy, var einnig mikill afurðagripur í fjósi Eric og mjólkaði alls 140 þúsund lítrum á hennar framleiðslutíma/SS.