Beint í efni

Stríð um hollustu mjólkur í Nýja Sjálandi

22.05.2003

Nýsjálenskar afurðastöðvar í mjólkuriðnaði hafa undanfarna áratugi haldið fram hollustu mjólkur, sem ekki kemur á óvart, en nú stefnir í lagaátök um hve holl mjólkin sé í raun og veru! Fyrirtækið Fonterra (sem framleiðir u.þ.b. 95% af allir neyslumjólk í Nýja Sjálandi), sem m.a. er í samvinnu við Arla, hefur nú stefnt líftæknifyrirtækinu A2 Corporation, sem selur nú sérstaka heilsumjólk í Nýjasjálandi. En að sögn A2 Corporation á þessi heilsumjólk að vinna gegn hinum ýmsustu sjúkdómum.

Innihald mjólkurinnar er fyrst og fremst lágt innihald af ákveðnum próteingerðum, en íslenska mjólkin er lík þessari sérstöku heilsumjólk hvað þetta snertir. Á þetta hafa auglýsingar A2 Corporation gengið út á og með því gefið í skyn að önnur mjólk og aðrar mjólkurvörur séu þar með ekki eins hollar eða jafnvel óhollar.

 

Hættið að reykja fyrst!

Fonterra og Arla standa ekki ein í þessari baráttu og hafa fengið stuðning hins opinberra og hafa birst yfirlýsingar frá heilbrigðisyfirvöldum þess efnis að mjólk og mjólkurvörur séu hollar og öruggar og að þeirra eigi að neyta sem oftast. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld sett fram upplýsingar til neytenda um það hvernig sé best að koma í veg fyrir sjúkdóma þá sem A2 Corporation hefur bent á: hættið að reykja og minnkið neyslu áfengis! Eftir að þessum árangri er náð má etv. byrja að velta fyrir sér öðrum þáttum.