Stórum búum fjölgar hratt í Danmörku
11.06.2007
Þróun kúabúskapar Dana er afar hröð og hefur verið um langt skeið. Sem dæmi um það má nefna að á tæplega einu ári hefur skýrslubúum með yfir 300 kýr fjölgað um 13%. Á öðrum ársfjórðungi 2006 voru 61 bú af þessari stærð. Á fyrsta ársfjórðungi yfirstandandi árs voru þau orðin 79. Af þeim eru 58 með 3-400 kýr, 11 með 4-500 kýr og 10 bú með meira en 500 kýr. Það stærsta er með hvorki meira né minna en 1300 kýr. Skýrsluhald er á 90% danskra kúabúa.
Heildarfjöldi skýrslubúa á öðrum ársfjórðungi síðasta árs var 4.944 en á 1. ársfjórðungi 2007 var fjöldinn kominn niður í 4.671. Á sama tímabili voru árskýr 518.823 þannig að meðalbúið þar í landi er 111 árskýr að jafnaði.
Heimild: www.landmand.dk