Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Stórmarkaðir til verndar eyðingu Amazon-skógarins

13.04.2013

Þau bera sig ólíkt að samtök verslunar og þjónustu á Íslandi annars vegar og í Brasilíu hins vegar. Flestir þekkja til málflutnings samtakanna hér á landi, en í Brasilíu standa samtök stórverslana við bakið á þarlendum bændum og styðja baráttu þeirra fyrir bættum kjörum. Í Brasilíu er allt eftirlit með landbúnaði bágborið og á markaðinum má því miður finna mikið magn landbúnaðarvara, s.s. nautakjöts, sem framleitt er ólöglega m.a. í Amazon-skóginum. Þeir bændur sem þar ala nautgripi stunda í raun rányrkju á landi sem er friðað og stunda auk þess ólöglegt skógarhögg.

 

Nú hafa samtök stórmarkaða í Brasilíu (ABRAS) skrifað undir samning þess efnis að stórmarkaðir þar í landi muni einungis bjóða upp á kjöt frá bændum sem stunda landbúnað sinn í sátt við umhverfið og náttúruna, þó svo að slíkt kjöt kosti meira en annað kjöt á markaðinum.

 

Þetta eru í raun stórtíðindi enda tengjast framangreindum samtökum 2.800 söluaðilar um alla Brasilíu og mun koma illa niður þeim bændum sem ekki fara að lögum og reglum. Talið er að þessi eina ákvörðun muni draga enn frekar úr eyðingu Amazon-skógarins, en stöðug barátta gegn ólöglegu skógarhöggi og þar með eyðingu þessa mikilvæga skógar hefur nú staðið í marga áratugi og hefur eyðingin ekki verið minni í 30 ár að því að talið er. Þessi eini skógur er í dag nærri 70 falt stærri en allt Ísland eða um 7 milljónir ferkílómetra. Hvað verður hins vegar um kjöt af þeim skepnum sem aldar eru með ólöglegum hætti í Amazon-skóginum er óvíst, en trúlega verður reynt að smygla því úr landi og selja kaupglöðum verslunareigendum í löndum sem ekki setja markið hátt og spyrja ekki um umhverfisvernd eða annað slík standi þeim til boða ódýr landbúnaðarvara/SS.