Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Stórfyrirtækið Danone og UniMilk í eina sæng

06.07.2010

Danone, næst stærsta mjólkurafurðastöð í heimi, hefur nú ákveðið að sækja frekar inn á austur-evrópskan markað með því að sameina hluta af starfseminni við UniMilk í Rússlandi. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækjunum kemur fram að eftir samrunann verður hið nýja fyrirtæki leiðandi á sk. CIS svæði (samband landa fyrrum Sovétríkjanna). Starfsemi fyrirtækisins verður í

 

 

 

 

Úkraínu, Kasakstan, Hvíta-Rússlandi og Rússlandi, þar sem markaðshlutdeild þess verður um 21%.

 

Heildarvelta fyrirtækisins er áætluð um 1,5 milljarðar Evra (um 240 milljarðar Íkr) og munu um 18.000 manns starfa hjá því. Ætlað er að samruninn verði að veruleika í haust, eftir að þar til bær yfirvöld hafa fjallað um hann.

 

Skýring:

Um Unimilk

Fyrirtækið er í einkaeigu og er næst stærsti framleiðandi mjólkurafurða og barnamats í Rússlandi. Fyrirtækið var stofnað árið 2002 og er með 28 framleiðslustaði í Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi með 14.000 starfsmenn. Unimilk á leiðandi vörumerki í mjólkurvörum í CIS löndunum og árið 2009 var velta þess um 1 milljarður Evra eða um 157 milljarðar Íkr sem var aukning um 7% frá árinu 2008.

 

Um Danone

Fyrirtækið er eitt af Fortune 500, þ.e. eitt af 500 stærstu fyrirtækjum í heimi. Danone er næst stærsta mjólkurafurðastöðin í heiminum með 160 framleiðslustaði, 80.000 starfsmenn og er með starfsemi í öllum heimsálfum og 120 löndum. Tekjur fyrirtækisins árið 2009 voru 15 milljarðar Evra eða 2.360 milljarðar Íkr sem svarar til rúmlega fjórfaldra tekna íslenska ríkisins. Fyrirtækið er stærst í heiminum í sölu ferskra mjólkurvara, næst stærsti vatnssöluaðili í heimi og næst stærsta fyrirtæið sem selur barnamat.