Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Stóraukin sala á lífrænni mjólk

13.10.2015

Við höfum áður heyrt af erfiðri stöðu sænskra kúabænda en það berast nú einnig góð tíðindi frá Svíþjóð en þar hefur stóraukist sala á lífrænt vottaðri drykkjarmjólk undanfarna mánuði og misseri. Árið 2014 reyndist afar gott og jókst framleiðsla lífrænnar mjólkur um 1% sem etv. telst nú ekki mikið en tíðindin eru s.s. stóraukin sala drykkjarmjólkur. Hingað til hefur nefninlega verið mun meiri framleiðsla á lífrænni mjólk en sala og lífrænt vottaða mjólkin því verið seld sem „hefðbundin“. Í fyrra varð 19% söluaukning frá fyrra ári, en stærstur hluti þessarar sölu er frá innlendum framleiðendum.

 

Hlutdeild lífrænnar mjólkur á heildarmarkaðinum er nú 14% en aðrar vörur standa langt að baki og lífrænt vottaður rjómi hefur ekki nema 4% hlutdeild og ostar eru einungis með 1% hlutdeild af sænska markaðinum/SS.