
Stóráfangi í sókn Ísey Skyr á japansmarkað
13.04.2019
Þann 8.apríl síðast liðin kom Yoshihide Hata forstjóri Nippon Ham til Íslands í tengslum við undirbúning á framleiðslu og sölu Ísey Skyr í Japan.
Nippon Ham er eitt stærsta fyrirtæki Japans á sviði ferskra og frosinna matvæla og jafnframt fjórði stærsti kjötframleiðandi í heims. Þar starfa 30.000 manns og fyrirtækið veltir um 1.400 milljörðum árlega. Það er dótturfyrirtæki Nippon Ham, mjólkurvörufyrirtækið Nippon Luna sem gerði framleiðslu og vörumerkjasamning um Ísey Skyr við MS á síðasta ári.
Núna er verið að ljúka byggingu nýrrar verksmiðju í nágrenni Tókýó sem hefur framleiðslu á Ísey Skyr fyrir Japans markað á næstu mánuðum, en Nippon Ham tók fyrr á árinu ákvörðun um að gera Ísey Skyr að sinni aðal heilsuvöru.
Heimsókn forstjóra Nippon Ham hefur mikla þýðingu fyrir markaðssetningu á Ísey Skyr í Japan, þar sem sterk staða Nippon Ham getur mögulega komið vörunni í allt að 50.000 verslanir í Japan á næstu árum. Innkaupastjórar, fjölmiðlar og neytendur í Japan hafa sýnt skyrinu mikinn áhuga og má segja að umtalsverð eftirvænting sé eftir Ísey Skyri í Japan. Áætlanir gera meðal annars ráð fyrir að mikill kraftur verði settur í markaðssetninguna til að koma Ísey vel á kortið áður en Ólympíuleikarnir hefjast í Tókýó árið 2020.
Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra Íslands, tók í vikunni á móti forstjóranum ásamt Kitagawa Yasuhiku, sendiherra Japans á Íslandi. Guðlaugur var viðstaddur undirritun uupphaflega samningsins í Japan 29.maí s.l. og hefur lagt mikla áherslu á viðskiptasamstarf ríkjanna.
Í heimsókninni var viljayfirlýsing um frekara samstarf í Asíu undirritað af Ara Edwald forstjóra MS og Yoshihiko Ishii forstjóra Nippon Luna í höfðustöðvum MS í Reykjavík.
Frá vinstri: Kitagawa Yasuhiku sendiherra Japans á Íslandi, Yoshihide Hata forstjóri Nippon Ham og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra Íslands.
Mynd frá undirritun viljayfirlýsingar um skoðun á frekara samstarfi í Asíu.
Frá vinstri:
Efri röð: Kazuhiro Mikuni aðstoðarforstjóri Nippon Ham, Yoshihide Hata forstjóri Nippon, Jón Axel Pétursson framkvæmdastjóri Ísey Export, Bolli Thoroddsen forstjóri Takanawa.
Neðri röð: Yoshihiko Ishii forstjóri Nippon Luna og Ari Edwald forstjóri Mjólkursamsölunnar