Beint í efni

Stóra-Ármót: Ný sending af Aberdeen Angus fósturvísum frá Noregi

18.05.2020

Föstudaginn 15. maí kom sending af 26 af fósturvísum frá Noregi ásamt 50 sæðisskömmtum sem er í fyrsta sinn sem sæði er flutt inn á búið. Þetta kemur fram í frétt á vef BSSL.is. Fósturvísarnir eru undan Emil av Lillebakken en sæðið úr Jens av Grani en þetta eru toppnautin af Angus kyni í Noregi í dag. Kvígurnar sem eru fæddar 2018 verða sæddar á næstunni með þessu sæði en fósturvísarnir verða settir upp um mánaðarmótin júní/júlí. Síðasta haust festu 8 kýr fang með fósturvísum undan Emil av Lillebakken og bera þær fyrstu um miðjan júní.

Á myndinni má sjá Baldur bústjóra Nautís með geymslukútana sem innihalda sæðið og fósturvísana.

Mynd: bssl.is