Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Stór hluti Parmesan osta ónýtir

27.06.2012

Eftir jarðskjálftahrinuna í Ítalíu í maí hefur nú komið í ljós að stór hluti af Parmesan ostum landsins eru ónýtir! Skýringin felst í því að þegar þeir hafa verið gerðir, eru þeir settir í geymslu í eitt ár í hellum en því miður eru þeir einmitt þar sem jarðskjálftarnir urðu sem mestir. Mörg hundruð þúsund Parmesan ostar eyðilögðust þegar þeir féllu niður af þar til gerðum hillum.

 

Jarðskjálftarnir höfðu mismikil áhrif á framleiðsluferlið en nú hefur komið í ljós að um 10% af nýjum ostum töpuðust í jarðskjálftanum 20. maí og 40% af ostinum sem var á lokastigi í þroska (12 mánaða). 50% af öllum Parmesan osti sem var 9 mánaða (átti 3 mánuði eftir fram að sölu) og 70% af öllum osti sem var þriggja mánaða. Þegar allt er talið er u.þ.b. helmingur allra Parmesan osta tapaður og þá er útlit fyrir að 12 milljónir kílóa af osti verði seldur á stórlækkuðu verði til þess að koma honum út. Tjónið er í heild talið nema um 45 milljörðum íslenskra króna og munar um minna fyrir ítalska kúabændur/SS.