Beint í efni

Stór bú verða stærri í Bandaríkjunum

09.03.2012

Færri og stærri bú, það virðist vera framtíðin í Bandaríkjunum líkt og víða annarsstaðar í heiminum. Bandaríska landbúnaðarráðuneytið hefur nú gefið út uppgjör ársins 2011 sem sýnir vel þá þróun sem á sér stað í þarlendri nautgriparækt. Þannig fækkaði kúabúum t.d. um 4% á milli ára og er fjöldi þeirra nú 60 þúsund. Jafnframt fjölgaði búum með fleiri en 1.000 kýr úr 1.680 í 1.750 bú og standa nú þessi bú undir um 50% heildarframleiðslu landsins!
 
Mest varð fjölgun í flokki búa með fleiri en 2.000 kýr en aukningin nam 5,3% og er heildarfjöldi slíkra búa nú 800. Mest fækkun varð í flokki búa með færri en 200 kýr og er fjöldi þeirra nú 52.600 og nam fækkun á milli ára 4,7%. ”Litlu” bandarísku kúabúin standa nú undir 24,5% mjólkurframleiðslunnar/SS.