Beint í efni

Stofnfundur Hollvinafélags Landbúnaðarháskóla Íslands 29. apríl n.k.

14.04.2011

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að stofnun Hollvinafélags Íslands. Nú hefur stofnfundur verið ákveðinn föstudaginn 29. apríl kl. 10:30 í Ásgarði, Hvanneyri. Fyrir fundinn verða lögð drög að starfsreglum og tillaga um stjórn. Á fundinum verður kosið í fulltrúaráð hollvinafélagsins.

Ársfundur LbhÍ verður haldinn kl. 13 og er gestum á stofnfundinum boðið að sitja fundinn og þiggja hádegisverð í boði skólans. Hægt er að fá gistingu í Gamla skólanum meðan húsrúm leyfir, en gistingu þarf að panta fyrir lok vinnudags þriðjudaginn 25. apríl.

Allir velunnarar LbhÍ, gamlir nemendur og starfsmenn stofnana sem síðar mynduðu skólann eru hjartanlega velkomnir. Sjá nánar á heimasíðu skólans (www.lbhi.is) auk þess sem Áskell Þórisson gefur upplýsingar í síma 843 5307. Netfang: askell@lbhi.is