Beint í efni

Stoðmjólkin fær frábærar viðtökur

08.05.2003

Ný gerð af mjólk, sk. Stoðmjólk, hefur nú verið á markaðinum í nokkrar vikur og hafa viðtökurnar verið með eindæmum góðar. Mjólkin er sérframleidd fyrir börn á aldrinum 6-24. mánaða og inniheldur m.a. minna magn próteina og meira af járni en hefðbundin mjólk og líkist því meira móðurmjólkinni.

 

Mjólkin var þróuð af Mjólkursamsölunni í samráði við barnalækna, næringarfræðinga og Manneldisráð.

 

Nánari upplýsingar um stoðmjólk má finna með því að smella hér.