Stjórnarfundur LK þriðjudaginn 25. janúar
24.01.2011
Á morgun, þriðjudaginn 25. janúar 2011 heldur stjórn Landssambands kúabænda sinn 9. stjórnarfund á þessu starfsári. Á dagskrá fundarins eru m.a. staða verðlagsmála, framleiðsla og sala nautgripaafurða 2010, kvótamarkaður og viðskipti með greiðslumark, stefnumörkun, bústjórnarverkefnið, heimavinnsla, aðalfundur og 25 ára afmæli samtakanna, hugsanlegar breytingar á stjórnarráðinu og nýting búnaðargjalds.