Stjórnarfundur LK miðvikudaginn 23. nóvember
22.11.2011
Stjórn Landssambands kúabænda heldur 6. fund sinn á þessu starfsári á morgun, miðvikudaginn 23. nóvember. Á dagskrá fundarins eru m.a. framleiðslu-, sölu- og afkomumál nautgripaafurða, staða endurnýjunar erfðaefnis holdanautastofna, EUROP matskerfi á nautakjöti, endurskipulagning ráðgjafaþjónustunnar, málefni búnaðargjalds, stefnumörkun, staða ESB umsóknar og breytingar á reglugerð um merkingar nautgripa./BHB