Stjórnarfundur LK í dag
21.09.2011
Stjórn Landssambands kúabænda heldur 4. stjórnarfund þessa starfsárs í dag, miðvikudaginn 21. september. Á fundinum verður m.a. farið yfir verðlags-, framleiðslu- og sölumál mjólkurafurða, greiðslumark 2012 og framkvæmd mjólkursamnings, framkvæmd búvörulaga, rekstrarumhverfi mjólkurframleiðslunnar, kynningu stefnumörkunar 2021, efnistök haustfunda sem framundan eru auk fleiri mála./BHB