Beint í efni

Stjórnarfundur LK í dag

03.05.2013

Annar fundur stjórnar Landssambands kúabænda á þessu starfsári verður haldinn í dag, föstudaginn 3. maí. Á fundinum verður úrvinnslu ályktana aðalfundar haldið áfram, rætt verður um útflutningsmál mjólkurafurða, farið yfir stöðu mála í starfshópi um eflingu nautakjötsframleiðslunnar, leiðbeiningar um góða búskaparhætti, ásamt því að farið verður yfir þau verkefni sem eru á borði fagráðs í nautgriparækt, auk fleiri málefna./BHB