Beint í efni

Stjórnarfundur LK fimmtudaginn 20. september

19.09.2012

Fimmti stjórnarfundur Landssambands kúabænda á þessu starfsári verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 20. september. Meðal dagskrárefnis er staða verðlagsmála mjólkur og þróun aðfangaverðs, sölumál mjólkur og greiðslumark næsta árs, staða aðlögunarferlisins að ESB, niðurstaða funda með MAST, LBHÍ og fleiri aðilum og skipulag og efnistök haustfunda, auk annarra mála./BHB