Stjórnarfundur LK fimmtudaginn 19. janúar
16.01.2012
Sjöundi fundur stjórnar Landssambands kúabænda á þessu starfsári verður haldinn fimmtudaginn 19. janúar n.k. Á dagskrá fundarins er m.a. framleiðsla, sala og verðlagsmál mjólkur, eftirlit með framleiðslu og aðföngum í landbúnaði, stuðningur við nýliðun í mjólkurframleiðslu, mál fyrir Búnaðarþing og aðalfund LK 2012, tilnefning fulltrúa LK í stjórn SAM, auk þess sem farið verður yfir stöðu ýmissa verkefna sem verið er að vinna að á vettvangi Landssambandsins./BHB