Beint í efni

Stjórnarfundur LK á morgun fimmtudaginn 18. október

17.10.2012

Sjötti stjórnarfundur Landssambands kúabænda á þessu starfsári verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 18. október. Meðal helstu dagskrárefna verða búvörusamningar, greiðslumarksreglugerð, framleiðsla og sala mjólkurafurða, staða nautakjötsframleiðslunnar, endurskoðun ráðgjafaþjónustunnar, leiðbeiningar um góða búskaparhætti, kvótamarkaður 1. nóvember, auk fleiri mála./BHB