Beint í efni

Stjórnarfundur LK 5. maí 2011

04.05.2011

2. fundur stjórnar LK á þessu starfsári verður haldinn fimmtudaginn 5. maí 2011. Á dagskrá fundarins verður m.a. farið yfir fund forsvarsmanna LK með Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, sem haldinn var í dag, 4. maí, framleiðslu-, sölu og verðlagsmál nautgripaafurða, útflutningsmál mjólkurafurða, kynningarmál greinarinnar, framhald stefnumörkunar, tilnefningu fulltrúa LK í tilraunanefnd Stóra-Ármóts, fjármögnun og rekstur skýrsluhaldskerfisins Huppa.