Stjórnarfundur LK 27. maí
26.05.2010
Stjórn Landssambands kúabænda heldur 2. stjórnarfund sinn á þessu starfsári á morgun, fimmtundaginn 27. maí. Fundurinn verður haldinn í Búgarði á Akureyri, þar sem LK hefur nýverið stofnað útibú.
Á dagskrá fundarins verða m.a. ný reglugerð um kvótamarkað, staða framleiðslu-, verðlags- og afkomumála, skuldamál kúabænda og fundir með lánastofnunum vegna þeirra, staða stefnumörkunar LK og Auðhumlu, uppfærsla á útliti heimasíðu LK, tryggingamál kúabænda og eftirmálar eldgossins í Eyjafjallajökli.