Beint í efni

Stjórnarfundur Landssambands kúabænda

30.08.2010

Stjórn Landssambands kúabænda heldur 4. stjórnarfundinn á þessu starfsári á morgun, þriðjudaginn 31. ágúst. Að þessu sinni eru óvenjulega mörg og umfangsmikil mál á dagskrá. Auk hefðbundinna liða um framleiðslu-, sölu- og verðlagsmál, verður tekin fyrir staða búvörusamninga og aðgerðir í ríkisfjármálum, greiðslumark 2011, breytingar á búvörulögum, staða aðlögunarferils Íslands að ESB, staða stefnumörkunar, kvótamarkaður, búnaðargjaldsmál, haustfundir LK 2010, staða mála hjá kúabændum á áhrifasvæði Eyjafjallajökuls, ný heimasíða LK og heimsráðstefnan um búfjárkynbætur í Leipzig, auk annarra mála.  

Þá fundaði stefnumörkunarhópur LK og Auðhumlu í dag, það mál er því komið á þokkalegan rekspöl. Vonandi verða línur farnar að skýrast í því starfi fyrir haustfundina, sem áætlað er að halda venju samkvæmt uppúr miðjum októbermánuði.