Stjórnarfundur fimmtudaginn 16. ágúst
15.08.2012
Fjórði fundur stjórnar Landssambands kúabænda á þessu starfsári verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 16. ágúst. Meðal þess sem tekið verður fyrir er staða búvörusamninga, framleiðslu- og sölumál mjólkur og greiðslumark ársins 2013, málefni nautakjöts, verðþróun aðfanga, tryggingamál kúabænda, sæðingastarfsemin og ráðstefna Nordisk Økonomisk Kvægavl sem haldin var í Danmörku um síðustu mánaðamót./BHB