Beint í efni

Stjórnarfundir – 12. 2009-2010

25.03.2010

Fundargerð stjórnar Landssambands kúabænda 25. mars 2010. Fundur haldinn á Bitruhálsi 1. Mætt eru Sigurður Loftsson, Sigurgeir Hreinsson, Guðný Helga Björnsdóttir, Jóhann Nikulásson og Sveinbjörn Þór Sigurðsson.

 

Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri ritað fundargerð.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og setti fund kl. 17.00. Því næst var gengið til dagskrár.

 

1. Ársreikningur 2009. Afkoma ársins jákvæð um 4,2 milljónir kr., lítillega betri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Tekjur voru 54,5 milljónir og gjöld 49,8 milljónir. Stjórn staðfestir ársreikning fyrir sitt leyti.

2. Starfsmenn fundar. Tillaga að fundarstjórum er Valdimar Guðjónsson og Jóhanna Hreinsdóttir. Fundarritari er Runólfur Sigursveinsson. Skrifstofustjóri er Snorri Sigurðsson. Kjörbréfa- og uppstillingarnefnd: Magnús R. Sigurðsson, Þórir Jónsson og Sif Jónsdóttir. Formenn starfsnefnda: Jóhannes Jónsson, formaður starfsnefndar 1, Pétur Diðriksson, formaður starfsnefndar 2 og Guðbjörg Jónsdóttir formaður starfsnefndar 3. Tekið saman minnisblað fyrir fundarstjóra. Fordrykkur í boði LK fyrir kvöldverð á föstudegi. 

3. Tillögur um skiptingu mála í nefndir og skiptingu stjórnarmanna milli nefnda. Tillögur frá stjórn ræddar ýtarlega.

4. Árshátíð – LK veitir styrk upp á 250.000 kr.

5. Búvörulög. Verið er að reyna að þoka málinu áfram en óvíst með öllu um afdrif þess.

6. Eignarhald á afurðastöðvum í sláturiðnaði. Formaður LK var á fundi í dag þar sem kynnt var álit sem LEX lögmannsstofa vann fyrir LS varðandi málið. Einnig kynntar niðurstöður könnunar á hagkvæmni þess að sameina þrjár afurðastöðvar í sláturiðnaði á Norðvesturlandi.  Framhald málsins reyfað frá ýmsum hliðum.

7. Staða verðlagsmála. Síðasti staðfesti verðlagsgrundvöllur kúabús er frá 1. desember 2009. Breyting frá grundvelli 1. september 2008, sem er sá grundvöllur sem núverandi lágmarksverð til framleiðenda miðast við, er 4,82%. Ef mjólkursamningurinn hefði staðið óbreyttur væri hækkunarþörf út á markaði 0,99 kr/ltr. Á þessum tíma hefur almennt verðlag hækkað meira en kostnaður við mjólkurframleiðslu, þegar hækkun varð 1. apríl 2008 var tekið tillit til þess að kostnaður vegna mjólkurframleiðslu hafði aukist miklu meira en almennt verðlag. Geymda vaxtaleiðréttingin er ennþá geymd. Mjög rólegt í fundahöldum Verðlagsnefndar búvöru. Formaður LK hefur lagt fram beiðni í verðlagsnefnd um að vaxtagrunnur verðlagsgrundvallar verði tekinn til skoðunar.

8. Launakjör formanns. Formaður LK varð fyrir talsverðri kjaraskerðingu þegar hætt var að greiða fyrir setu í verðlagsnefnd. Stjórn telur eðlilegt að laun formanns verði leiðrétt með tilliti til þessa.

9. Hömlur á viðskipti með greiðslumark milli landssvæða. Hugmyndum þ.a.l. hefur verið varpað fram af ráðherra landbúnaðarmála.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.30

 

Baldur Helgi Benjamínsson
Framkvæmdastjóri LK.