Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Stjórnarfundir – 7. 2009/2010

11.08.2009

Fundargerð stjórnarfundar Landssambands kúabænda, haldinn á skrifstofu LK Bitruhálsi 1, 11. ágúst 2009. Mætt eru Sigurður Loftsson formaður, Sigurgeir Hreinsson, Guðný Helga Björnsdóttir, Jóhann Nikulásson og Sveinbjörn Þór Sigurðsson. Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri ritaði fundargerð. Formaður setti fund kl. 10.25 og gekk til dagskrár.

 

1. Fundargerð síðasta fundar og framgangur mála síðan þá. Fundargerð 5. fundar stjórnar frá 10. júní sl. afgreidd. Heimsókn til ráðherra landbúnaðarmála 24. júní sl. Ráðherra kynnti þau áform sín að leggja fram frumvarp til breytinga á búvörulögum í ríkisstjórn, síðan þá hefur lítið frést af framgangi málsins. Ráðuneytið mun hefja undirbúning aðildarviðræðna við ESB, verði þingsályktunartillaga þar að lútandi samþykkt, en sem kunnugt er var hún samþykkt 16. júlí sl. Skuldastaða bænda var rædd, samræmdar aðgerðir í þeim málum og  ítrekað jafnræðis verði gætt. Hækkanir á raforkukostnaði undanfarin misseri voru nefndar við ráðherra, einnig tilhögun gjalda vegna eftirlits með innfluttum aðföngum á borð við fóður, áburð og sáðvöru.

2. Stjórnmálaástandið. Í stjórnarsáttmála er gert ráð fyrir að sameina sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og iðnaðarráðuneyti í eitt atvinnuvegaráðuneyti.. Jafnframt þessu er gert ráð fyrir að nokkrar af lykil undirstofnunum þessara ráðuneyta færist undir umhverfisráðuneytið. Eins er rætt um að ríkisháskólarnir verði sameinaðir. Óvíst er hver staða landbúnaðarins verður eftir þessar breytingar og áhyggjur eru af stöðu fagráðuneytis greinarinnar innan stjórnarráðsins.

3. Verðlagning, framleiðsla, sala, markaðs- og útflutningsmál. Leiðréttingar á verði og verðhlutföllum mjólkurvara sem tóku gildi 1. ágúst sl. eru skref í rétta átt, u.þ.b. 40% af neikvæðri framlegðarskekkju nýmjólkur leiðrétt og sett á móti annari hækkunarþörf vinnslu og dreifingarkostnaðar. Hækkunarþörf til bænda var um 1 kr/ltr samkvæmt verðlagsgrunvelli 1. júní. Búast má við meiri hækkunarþörf í haust, þegar m.a. hækkun tryggingagjalds og síðust fóðurverðshækkanir skila sér inn í mælingu auk þess ætlast verður til að vélaliðurinn taki eðlilegum breytingum. Litlar líkur eru á að gengi íslensku krónunnar styrkist í þeim mæli, næstu misseri, að verð aðfanga lækki svo neinu nemi þess vegna. Mjög góð sala á mjólkurvörum í júlí, þó eru greinileg hömstrunaráhrif í nokkrum vöruflokkum á borð við duft og smjör. Aukning í sölu á hvítri mjólk og minna unnum vörum, osti og hvítu skyri. Góður gangur í nautakjötssölu en slök afkoma. Ákveðið að hætta ritstjórn á kjöt.is en heimasíðan verði áfram í loftinu og fjármunir sem til þessa hafa farið nýttir með öðrum hætti. Dapurt gengi í útflutningsmálum mjólkurafurða, skilaverð á útflutningsmjólk á bilinu 20-25 kr/ltr. Stefnt er að fundi í útflutningshópi LK og MS í byrjun september. Áhugi er í hópnum á að halda útflutningstilraunum á hávörumarkaði áfram. Hæpið er þó að nokkur framtíð verði í þessum útflutningi ef skilaverð verður ekki nema rétt um helmingur af breytilegum kostnaði á best reknu búum landsins. Rætt er um að tengja greiðslur vegna útflutningsmjólku við greiðslumarkið eða miða þær að einhverju leyti við rekstrarárangur vel rekinna kúabúa. Vöntun á úrræðum til að tryggja ákvæði búvörulaga um forgang greiðslumarksmjólkur á innanlandsmarkaði geta valdið miklu uppnámi ef miklu magni mjólkur utan greiðslumarks verður beint inn á innanlandsmarkað.

4. Íslenska bankakerfið og staða skuldugra bænda. Lítið hefur þokast í þeim málum frá síðasta fundi og heldur virðist vera að sneiðast um bráðaúrræði hjá lánastofnunum. Fjármögnunarfyrirtæki eru í vaxandi mæli farin að sverfa að bændum. Ekki er sjánlegt að neinar samræmdar aðgerðir séu í gangi og svo virðist sem hvert tilvik sé skoðað fyrir sig. Lendi tveir bankar af þremur í eigu erlendra kröfuhafa er hæpið að skuldamál bænda verði afgreidd með samræmdum hætti. Eðlilegt að hvetja bændur til að leita ráðgjafar varðandi lánamál sín og hvort eðlilega sé að úrlausn þeirra  staðið. Nauðsynlegt að ræða við búnaðarsamböndin og BÍ um hvernig þau eru undirbúin fyrir þessi mál.

5. Aðildarumsókn að ESB. Sótt hefur verið um aðild að ESB og liggur fyrir að LK verður að hefja vinnu við undirbúning að aðildarviðræðum við sambandið. Farið yfir skipulag aðildarviðræðna. Kynningarfundur var í Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu föstudaginn 7. ágúst með Guðríði Kristjánsdóttur og Guðmundi Sigþórssyni fulltrúum ráðuneytisins í Brussel um Evrópusambandið og umsókn Íslands um aðild að því. Væntanlegur er ítarlegur spurningalisti frá ESB um allt það er lýtur að rekstrarumhverfi landbúnaðarins hér á landi í byrjun næsta mánaðar. Svo virðist sem nokkur áherslumunur sé milli BÍ og ýmissa búgreinafélaga varðandi það hvernig best verði að samningaferlinu staðið frá hendi stéttarinnar. LK leggur mikla áherslu á  að fylgjast vel með málinu á öllum stigum svo að sem farsælust niðurstaða fáist. Unnið verður áfram að málinu á vetvangi verkefnahóps LK og SAM sem settur var á laggirnar s.l. vor til að vinna álit við þær þingsályktunartillögur sem fyrir lágu vegna aðildarumsóknar hjá Utanríkismálanefnd.

6. Stefnumörkunarhópur LK. Á hópnum hafa þegar orðið þær breytingar að Þórólfur Sveinsson er ekki lengur formaður stjórnar, Guðrún Lárusdóttir er ekki lengur varamaður í stjórn og Fjóla Kjartansdóttir hefur óskað eftir því að hætta þátttöku í hópnum. Á móti er Sigurgeir Hreinsson orðinn varaformaður stjórnar og Jóhanna Hreinsdóttir varamaður í stjórn, þannig að sjálfgefið er að þau taki sæti í hópnum. Þá er áhugi innan stjórnar að efla tengsl hópsins við BÍ og mjólkuriðnaðinn. Formaður og framkvæmdastjóri hafi samband við þá sem hópinn mynda og kanna áhuga á áframhaldandi þátttöku. Verkefni hópsins framundan er að mörgu leyti skýrara nú en áður vegna aðildarumsóknar stjórnvalda að Evrópusambandinu.

7. Heimavinnsla afurða. Tekið var fyrir erindi frá stjórn BÍ um viðbrögð LK við stefnumörkun í málefnum heimavinnslu mjólkur. Stefna LK hefur verið að mjólk í heimavinnslu sé meðhöndluð á sama hátt og sú mjólk sem send er af býli í afurðastöð. Formanni og framkvæmdastjóra falið að vinna svar til BÍ í samráði við stjórn. Þá hafa Beint frá býli sótt um styrk til LK að upphæð kr. 500.000. Styrkveiting LK á sl. ári var háð því skilyrði að heimavinnsluaðilar skiluðu framleiðsluskýrslum um heimavinnsluna, af því hefur enn ekki orðið, þannig að um frekari styrkveitingar verður ekki að ræða að svo stöddu. Rammi um fyrirkomulag heimavinnslu verði mótaður fyrir næsta fund stjórnar.

8. Endurskoðun búnaðargjalds. Erindi BÍ um endurskoðun á búnaðargjaldi og ýtarleg gögn þar að lútandi kynnt, talsverðar umræður um málið. Ákveðið að tilnefna Sigurð Loftsson sem fulltrúa LK í endurskoðunarnefnd um búnaðargjald. Reiknað er með að fyrsti fundur nefndarinnar verði í ágúst.

9. Sæðingakostnaður. Rætt var um sæðingakostnað og fjármögnun hans. Hugmyndafræðin á bak við kynbóta- og þróunarfé mjólkursamningsins var að það kæmi í stað auragjaldsins sem innheimt var af innlagðri mjólk og rynni ekki til annarrar starfsemi búnaðarsambandanna. Kostnaður bænda við kúasæðingar er mjög breytilegur eftir svæðum og spurning hvort það getur haft hamlandi áhrif á kynbótastarfið til lengri tíma. Ákveðið að Sigurgeir Hreinsson og Jóhann Nikulásson taki málið til skoðunar, ásamt framkvæmdastjóra.

10. Haustfundir 2009. Stefnt að því að fara í fundaferð með haustinu líkt og undanfarin ár.

11. Formannafundur og endurskoðun samþykkta LK. Í vor var ákveðið að hefja endurskoðun samþykkta LK, þeirri hugmynd varpað fram að hefja það starf með formannafundi aðildarfélaganna. Ýmis önnur mál sem má taka fyrir á þeim fundi. Þeirri hugmynd varpað fram að halda hann í lok nóvember.

12. Útivist nautgripa. MAST hefur hafið aðgerðir til að framfylgja ákvæði aðbúnaðarreglugerðar um útivist nautgripa. Mikilvægt er að nautgripum sé tryggð eðlileg útivist, en spurningar hafa vaknað um hvort stofnunin gangi fram með eðlilegum hætti í þessu mál. LK hefur borist talsvert af kvörtunum frá bændum vegna þessa og þá af Suðurlandi. Stjórn LK telur farsælla að leysa þessi mál með samstilltu átaki MAST og bænda, í stað yfirlýsinga og hótana sem fremur eru til þess fallnar að skemma fyrir málinu. Formanni og framkvæmdastjóra falið að senda erindi til MAST þar sem óskað er eftir samvinnu LK og stofnunarinnar um að þessi mál fái eðlilegan framgang.

13. Rekstraröryggi kúabænda. Nokkrir aðilar hafa haft samband við LK vegna þess að þjónustu við mjaltabúnað hjá bændum sé ekki með eðlilegt hætti. Afar mikilvægt er, ekki síst útfrá dýravelferð og afurðagæðum, að úr þeim málum rætist sem allra fyrst.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.55

 

Baldur Helgi Benjamínsson
Framkvæmdastjóri LK