Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Stjórnarfundir – 4. 2009/2010

20.04.2009

Fundargerð stjórnarfundar Landssambands kúabænda, haldinn í Norðursal Bændahallar, 20. apríl 2009. Mætt eru Sigurður Loftsson formaður, Sigurgeir Hreinsson, Guðný Helga Björnsdóttir, Jóhann Nikulásson og Sveinbjörn Þór Sigurðsson. Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri ritaði fundargerð. Formaður setti fund kl. 10.20 og gekk til dagskrár.

 

1. Staða skýrsluhaldsforritsins Huppu. Gestir fundarins undir þessum lið Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir, Jón Baldur Lorange og Haraldur Benediktsson frá BÍ. Jón Baldur rakti sögu kerfisins og stöðu þess núna. Gunnfríður sagði að fyrsta uppgjör í nýja kerfinu hefði verið framkvæmt á miðju síðasta ári. Kynbótamatshlutinn tók mun lengri tíma en ráð var fyrir gert. Verið að vinna í sæðingaskráningu, tengingu við Tine Optifôr fóðurmatshlutann, tengingu við mjaltakerfi, samskipti við RM. Um 600 sýni á mánuði skila sér ekki á rétt kýrnúmer, ákveðið að ýta á RM að búa svo um hnúta að bein samskipti milli kerfa BÍ og RM geti átt sér stað. Baldur fór yfir minnisblað varðandi ýmis atriði sem varða Huppu og stöðu hennar. Ýtarlegar umræður um málið. Heilsufarsskráning er eitt af forgangsmálum. Tenging haggagna verði möguleg. Tæplega 400 bændur með opinn aðgang, milli 30 og 40% þeirra skila gögnum beint. Ánægja með þann hluta forritsins sem tilbúinn er. Fá áhersluatriði BÍ varðandi frekari þróun Huppu á næstu mánuðum. Fulltrúar BÍ og LK hittist varðandi þetta mál með reglulegum hætti í framtíðinni.

2. Kynning á breytingu á búvörusamningunum. Haraldur Benediktsson kynnti hugmyndir að fundaplani til kynningar á búvörusamningunum. LK leggur áherslu á að kynning fari fram sem allra fyrst. Formbreytingu stuðnings verði frestað fram á síðustu tvö ár samningsins. Jafnvel hætt alveg ef verðlagsþróun verður mjög óhagstæð. Tilfærsla á verðlagsáramótum rædd í stjórn SAM sl. föstudag. Tilfærslan verði með 16 mánaða verðlagsári sem hefjist 1. september 2009 og ljúki 31. desember 2010. Jafnframt þurfi að huga að því að til að framleiðsla desembermánaðar 2010, sem verður umframmjólk í ríkari mæli en áður, skili sér í samlag verði C-greiðslum beitt. Talsverðar umræður um framkvæmdina og atkvæðagreiðslu. Æskilegt að atkvæðagreiðslu verði lokið fyrir mánaðamótin maí-júní.

3. Staða verðlagsmála. Stefnir allt í þjóðarsáttarsamninga fljótlega eftir kosningar. Áburður verður kominn inn í verðlagsgrundvöll 1. júní n.k. Óvissa ríkir um verðþróun á ýmsum aðföngum, áburði, plasti og olíu. Miklar áhyggjur af söluþróun og tilfærslu milli vöruflokka. Ljóst að taka verður fast á þeim málum á næstunni. Ástæða til að ræða þau við stjórn Auðhumlu.

4. Næsti aðalfundur og árshátíð. Aðalfundur 2010 verði haldinn 26. og 27. mars. Stefnt að Akureyri eða Reykjavík verði fundarstaður. Framkvæmdastjóra falið að leita tilboða í fundarstað og gistingu.

5. Úrvinnsla ályktana. Önnur umræða. Tillaga 1, send BÍ. Tillaga 2 verði rædd við Auðhumlu. Áhyggjuefni að byggingavísitala hefur hækkað langtum minna en gengisvísitala, ný fjós því vantryggð mjög. Tillaga 3, send viðskiptaráðherra. Tillaga 4, um stýrivaxtalækkun send Seðlabankastjóra og peningastefnunefnd. Tillaga 5, um rekstrarumhverfi landbúnaðarins, send ráðherra landbúnaðarmála. Tillaga 6, um haughúsmál, send umhverfisráðherra. Tillaga 7, um skilarétt matvæla, send viðskiptaráðherra. Tillaga 8 um mjólkurgæði,  fundur vegna þeirrar tillögu hefur ekki komist á ennþá vegna annarra verkefna. Væntanlegur fundur 7. maí n.k. Tillaga 9 er afgreidd. Tillaga 10 um bann við undirboðum á matvælamarkaði og framlegðarskekkju mjólkurvara undir opinberri verðlagningu, send ráðherra landbúnaðarmála og viðskiptaráðherra. Tillaga 11 kjör kúabænda er veganesti til stjórnar. Tillaga 12 snýr að stefnumörkunarhópi um útflutning. Fundur 27. apríl kl. 10.30, á hann mæta Jóhann Nikulásson og Sigurður Loftsson í forföllum framkvæmdastjóra. Tillaga 13 um forgang greiðslumarksmjólkur að innanlandsmarkaði verði send á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem og þingmenn nýs Alþingis. Ákveðið að fá fundi með þingflokkum. Funda einnig með stjórn Mjólku. Tillaga 14  Huppu er afgreidd, sbr. lið 1 í fundargerð þessari. Tillaga 15 um Bjargráðasjóð verði send sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Tillaga 16, um samþykktabreytingar verður tekin upp með haustinu. Tillaga 17 um búreikninga og greiðslur fyrir þá, framkvæmdastjóri sat fund um málið og mun senda minnisblað sem ákveðið var að taka saman á fundinum á stjórn. Mótaðar verði reglur um með hvaða hætti greitt verði fyrir bókhaldsupplýsingar. Tillaga 18, þarf frekari umhugsun. Tillaga 19, verið að vinna í upplýsingaöflun vegna þessa máls.

6. Stefnumörkunarhópur LK. Framhald starfsins fer mjög eftir því hvernig Evrópumálin þróast á næstunni. Nauðsynlegt að halda starfinu áfram, þó hlé verði tekið í sumar. Spurning um að stokka hópinn upp, hafa orðið breytingar á stjórn, Fagráði og varamönnum í stjórn. Æskilegt að hafa fulltrúa frá BÍ. Stækka framkvæmdahópinn, ráða utanaðkomandi verkefnisstjóra. Ákveðið að nefna málið við fyrrum formann og kanna áhuga hans á málinu.
7. Búnaðargjald og erindi BÍ. Formaður kynnti drög að svari til stjórnar BÍ vegna búnaðargjalds. “Til stjórnar Bændasamtaka Íslands vegna ályktunar Búnaðarþings 2009 um endurskoðun búnaðargjalds.

Stjórn Landssambands kúabænda telur afar brýnt að fram fari skoðun á innheimtu og nýtingu búnaðargjalds, enda er innheimta gjaldsins að mörgu leiti ósanngjörn og leggst misþungt á búgreinar sem og einstaka gjaldendur óháð nýtingu þess. Stjórnin tekur því undir það sjónarmið Búnaðarþings að skipuð verði nefnd til að endurskoða þessi mál. Jafnframt er lögð áhersla á eftirfarandi atriði í þessu sambandi.

• Við skipun nefndarinnar verði horft sem víðast hvað varðar hagsmuni og sjónarmið.
• Fyrstu skrefum í lækkun búnaðargjalds verði flýtt sem kostur er.
• Greiðslum af búnaðargjaldi í Bjargráðasjóð verði hætt og sú tryggingavernd sem þannig hefur fengist verði sótt á almennan markað.
• Ekki verði farið í niðurlagningu búnaðargjalds án þess að áður hafi verið fundnar tryggar leiðir til að fjármagna félagskerfi bænda.
• Komi til breytinga á búnaðargjaldi af lagatæknilegum ástæðum hljóti allir, sem nú njóta af því tekna, að sitja við sama borð.
• Forgangsraða þarf verkefnum í leiðbeiningaþjónustu, þannig að skilgreint verði hvað teljist nauðsynleg grunnþjónusta sem kosta skal sameiginlega og hvaða þjónusta skuli seld.

Stjórn Landssambands kúabænda.”

8. Önnur mál.
a. Símamál stjórnar, verið að kanna hvaða kostir í stöðunni til að lágmarka kostnað stjórnarmanna.
b. Tölvumál. Mikið gagnamagn í tölvu fyrri formanns, ný fartölva verði keypt fyrir núverandi formanns og gögn færð á milli þeirra. Einnig verður nýtt netfang formanns tekið í gagnið.
c. Fundargerð aðalfundar er tilbúin á netið.
d. Skýrsla formanns og framkvæmdastjóra í upphafi hvers fundar um starfið frá síðasta fundi og aðrir þeir sem eru að vinna að sérstökum málum á hverjum tíma.
e. Námskeiðsmál, allar hugmyndir að nýjum námskeiðum eru vel þegnar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.15.

 

Baldur Helgi Benjamínsson
Framkvæmdastjóri LK