Stjórnarfundir – 2. 2009-2010
02.04.2009
Stjórnarfundur Landssambands kúabænda haldinn á Selfossi 2. apríl 2009. Mættir eru Sigurður Loftsson, Guðný Helga Björnsdóttir, Jóhann Nikulásson. Sigurgeir Hreinsson var í síma. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri LK ritaði fundargerð.
Formaður bauð fundarmenn velkomna, setti fund kl. 10.30 og gekk til dagskrár.
1. Kosningar. Sigurgeir Hreinsson tilnefndur sem varaformaður. Stjórn samþykkir tilnefninguna. Guðný Helga Björnsdóttir tilnefnd ritari. Stjórn samþykkir tilnefninguna. Samninganefnd vegna búvörusamninga. Sigurgeir Hreinsson tilnefndur sem fulltrúi LK. Stjórn samþykkir tilnefninguna. Verðlagsnefnd búvöru. Sigurður Loftsson tilnefndur sem aðalmaður og Jóhann Nikulásson sem varamaður. Stjórn samþykkir tilnefninguna. Samstarfsnefnd SAM og BÍ. Jóhann Nikulásson tilnefndur sem aðalmaður. Stjórn samþykkir tilnefninguna. Vinnuhópur Fagráðs í nautgriparækt um ræktunarmál. Guðný Helga Björnsdóttir og Sigurgeir Hreinsson tilnefnd í vinnuhópinn sem fulltrúar bænda. Stjórn samþykkir tilnefninguna en mun beita sér fyrir því að Fagráð skoði atkvæðavægi innan ræktunarhópsins.
2. Verklag stjórnar og starfið framundan. Starf stefnumörkunarhóps verði sett í bið þar til mál skýrast með endurskoðun búvörusamninga. Fagvinna varðandi verðlagsnefnd búvöru. Formaður reifaði málið. Fyrr á tíð sáu BÍ um þessa vinnu, undanfarin ár hefur fyrrverandi formaður séð um þessa vinnu og gengið vel. Málið rætt ítarlega. Leita til BÍ vegna fagvinnu, ásamt fyrrverandi formanni. Verkaskipting og samvinna bænda og starfsmanna mjólkuriðnaðarins í verðlagsnefnd rætt. Fundargerðir og afgreiðsla þeirra. Fundargerðir séu afgreiddar hálfum mánuði eftir fund.
3. Aukafulltrúafundur. Gekk fljótt og vel. Ályktun aðalfundar vegna samþykktabreytinga verði tekin fyrir á næsta fundi stjórnar.
4. Aðalfundur, aðdragandi og framkvæmd. Friðsamur og góður fundur, framkvæmd hans gekk vel. Kosningar í trúnaðarstöður. Tengsl stjórnar og búnaðarþingsfulltrúa. Fulltrúar á búnaðarþing jafnframt stjórnarmenn í afurðasölufyrirtækjum. Er það eðlilegt? Kynning uppstillingarnefndar á tilnefndum fulltrúum, hvernig landið liggur. Ástæða til að hafa þessa kynningu mun ítarlegri og fyrr á fundinum. Hvaða félagsleg atriði liggja á bakvið uppstillinguna? Uppröðun funda innan félagskerfisins. Búnaðarþing ætti að vera á eftir fundum aðildarfélaganna. Mjög skorti á kynningu á tilnefndum fulltrúum. Eðlilegt að hún færi t.d. fram þegar niðurstöður kjörbréfanefndar eru kynntar.
5. Úrvinnsla ályktana. Afdrif tillögu 1,2,3,4,5,6,7, 10 afgreiddar á næsta fundi. Tillaga 8. um gæðaöryggi hrámjólkur. Fundur 15. apríl kl. 13 með Snorra Sigurðssyni og Jóni Kr. Baldurssyni. Snorri mun taka saman upplýsingar um frjálsar fitusýrur. Tillaga 12 um útflutning mjólkurafurða. Starfshópur um málið hefur tekið til starfa, framkvæmdastjóri LK er meðal fulltrúa. Vilji aðalfundar LK að stjórn taki virkari þátt í þessu starfi. Ákveðið að tilnefna Jóhann Nikulásson sem fulltrúa stjórnar LK í þessum hópi. Tillaga 14 varðandi Huppu. Forstöðumaður tölvudeildar BÍ hefur hug á að hitta stjórnina, ásamt formanni, framkvæmdastjóra og nautgriparæktarráðunaut BÍ. Þar verði farið yfir stöðu forritsins og verkefni framundan. Verði gert samhliða næsta stjórnarfundi. Tillaga 18 um að óframleiðslutengdur stuðningur verði notaður til að greiða eyrnamerki í nautgripi. Í yfirstandandi viðræðum er til umræðu að stöðva formbreytingu stuðningsins. Ná landi í þeim viðræðum áður en tekin ef afstaða til tillögunnar. Tillaga 19 um sæðingakostnað. Taka saman upplýsingar um kostnað vegna sæðinga.
6. Búvörusamningar. Kynnt minnisblað frá Haraldi Benediktssyni dags. 31. mars 2009 vegna búvörusamninga.
7. Staða verðlagsmála. Óæskileg þróun í gangi á markaði, varðandi hliðrun á milli framlegðarhárra og framlegðarlágra vöruflokka. Hækkunarþörf mjólkur nálægt 4%. Rætt frekar á næsta fundi.
8. Erindi BÍ vegna búnaðargjalds. Lagt fram til kynningar.
9. Önnur mál.
a. Fundartími stjórnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.53.
Baldur Helgi Benjamínsson
Framkvæmdastjóri LK