Beint í efni

Stjórnarfundir – 1. 2009-2010

28.03.2009

Fyrsti stjórnarfundur í Landssambandi kúabænda starfsárið 2009-2010 haldinn á Hótel Sögu 28. mars 2009. Mættir eru stjórnarmenn Sigurður Loftsson, Guðný Helga Björnsdóttir, Jóhann Nikulásson, Sveinbjörn Þór Sigurðsson og Sigurgeir Hreinsson. Einnig mætt Jóhanna Hreinsdóttir, 1. varamaður. Gestur fundarins er Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

 

Sigurður Loftsson formaður bauð fundarmenn velkomna og setti fund kl. 17.30.

 

1. Búvörusamningamál. Haraldur Benediktsson óskaði nýjum formanni og stjórn til hamingju með kjörið. Hann dreifði minnisblaði vegna búvörusamninga en landbúnaðarráðherra vill fara í viðræður um breytingar á þeim búvörusamingum sem nú eru í gildi. Gerðar verði þær breytingar á samningunum að upphæð stuðnings sem greidd verði árið 2010, hækki um 2,5% m.v. þann stuðning sem greiddur var á árinu 2009. Allar breytingar á samningum verði settar í almenna atkvæðagreiðslu meðal bænda. Árið 2011 verði greiddar fullar vísitölubætur á þær upphæðir sem eru í samningnum. Í samninginn verði sett rauð strik vegna verðlags. Gerðar verði þrjár bókanir vegna þessara breytinga. 1. Ríkið leggi fram áætlun um hvernig komið verði til móts við skuldsetta bændur. 2. Dreifingar- og afhendingarkostnað raforku til ylræktar verði endurskoðaður. 3. Eytt verði lagaóvissu um meðferð umframmjólkur á innanlandsmarkaði og gildissvið búvörulaga umfram samkeppnislög. Þá verði búnaðarlagasamningur og búvörusamningur framlengdur um 2 ár og verði á sömu forsendum og gildandi samning2. Tilnefning nýs fulltrúa í Framkvæmdanefnd búvörusaminga í stað Þórólfs Sveinssonar. Tillaga um að Sigurður Loftsson formaður taki það sæti.
3. Tilnefning fulltrúa LK í Fagráð í nautgriparækt, LK hefur 3 fulltrúa og formennsku í ráðinu. Tillaga um Guðnýju Helgu Björnsdóttur í fagráð í stað fráfarandi formanns og verði formaður þess. Eitt ár er eftir að skipunartíma Fagráðs, Sigurður Loftsson hefur hug á að ljúka því ári og fara svo út úr því.
4. Starfshættir stjórnar. Báðir varamenn í stjórn verði á póstlista stjórnar.
5. Viðurkenningar. Stjórn ákvað að veita Sigríði Ingu Kristjánsdóttur og Þórólfi Sveinssyni viðurkenningu fyrir góð störf í þágu nautgriparækarinnar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.20.

 

Baldur Helgi Benjamínsson
Framkvæmdastjóri LK