Beint í efni

Stjórnarfundir – 10. 2008-2009

26.03.2009

Stjórnarfundur í Landssambandi kúabænda, haldinn á Hótel Sögu fimmtudaginn 26. mars 2009. Fundur hófst kl. 20.45. Mættir eru Þórólfur Sveinsson, formaður, Sigurður Loftsson, Guðný Helga Björnsdóttir, Jóhann Nikulásson og Sveinbjörn Þór Sigurðsson. Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri ritaði fundargerð.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.

 

1. Sölumál mjólkur undanfarnar vikur. Greinilegur samdráttur í sölu mjólkurvara, ljóst að umtalsverður samdráttur verður á greiðslumarki næsta verðlagsárs. Líklegt að sú stemming komi upp að bændur kaupi sig frá skerðingunni.
2. Samskipti við hið opinbera. Ekkert verður af því í bili að ákvæði búvörulaga varðandi forgang greiðslumarksmjólkur að innanlandsmarkaði verði skýrt. Ræktunarstyrkir hafa verið auglýstir. Landbúnaðarráðherra átti fund með fulltrúum bænda varðandi framkvæmd þeirra búvörusamninga sem í gildi eru. Líklegt að ríkið myndi tapa málarekstri vegna vanefnda á búvörusamninga. Framlög verði skert áfram í ljósi erfiðrar fjárhagsstöðu ríkisins, rætt um 10% niðurskurð fjárlaga á næsta ári. Farið verði könnunarviðræður varðandi búvörusamningana, hugsanlegt að samningarnir verði framlengdir um tvö ár. Allar breytingar á samningunum verða að fara í gegnum almennna atkvæðagreiðslu meðal bænda. Alveg ljóst að hnýta verður breytingar á búvörulögum við þessar breytingar á samningunum. Meginmálið núna snýst um að verja stuðninginn 2010. Mál sem bíður nýrrar stjórnar að taka afstöðu til á allra næstu dögum. Bjargráðasjóðsfrumvarp á góðri leið í gegnum Alþingi. Allt gott um það að segja.
3. Ársreikningar Landssambands kúabænda. Tekjur af búnaðargjaldi voru 37.299.394.- frá Framleiðsluráðssjóði 2.649.690.- kr og vaxtatekjur 5.007.691. Laun og launatengd gjöld 14.404.298 og annar rekstrarkostnaður 26.829.623. Afkoma ársins jákvæð um 3.722.854. Stjórn staðfestir ársreikning með undirritun sinni.  
4. Erindi Bændasamtaka Íslands vegna búnaðargjalds. Ályktun Búnaðarþings um búnaðargjald. Stjórn BÍ óskar eftir viðhorfum búgreinafélaganna til ályktunarinnar fyrir næsta fund stjórnarinnar sem haldinn verður í lok apríl.
5. Aðalfundur LK. Viðurkenningar. Fundarstjóri fari yfir hagnýtar upplýsingar varðandi fundinn í upphafi.
6. Bréf Þórólfs Sveinssonar fráfarandi formanns vegna afsagnar trúnaðarstarfa. Um leið og nýr formaður verður kosinn, segir Þórólfur sig frá öllum þeim embættum sem hann hefur gengt í þágu samtakanna, að Fagráði frátöldu en það heldur ársfund 2. apríl n.k. en þá hættir hann formennsku í því.
7. Önnur mál
a. Framkvæmd aukafulltrúafundar, tillaga að Jóhannes Ævar Jónsson verði varafundarstjóri á honum. Formaður verður fundarstjóri.
b. Óvissa með afdrif 3 milljón kr hluta af þróunarfé gamla mjólkursamningsins.
c. Af hve miklu leyti á að vera beinn gagnaflutningur frá rannsóknastofu SAM til t.d. Búnaðarsambandanna. Enginn ágreiningur um kýrsýni, um aðrar upplýsingar á að gilda upplýst samþykki. SAM móti verkefni um að mæla hvert einasta innlegg í MS Reykjavík frá 1. maí til 30. nóvember, til að greina breytileika í eiginleikum mjólkurinnar. Í framhaldinu verði hugsanlega farið að gera upp eftir hvert innlegg. Málið snýst líka um að framleiðendur fái faglega úrlausn mála varðandi samspil tæknibúnaðar og mjólkurgæða.
d. Síðasti fundur Þórólfs Sveinssonar, stjórnarmenn færa fráfarandi formanni gjöf í tilefni af leiðarlokum í formannsstarfi.

 

Formaður þakkaði fyrir gjöfina og gott samstarf í gegnum árin og sleit fundi kl. 22.10.

 

Baldur Helgi Benjamínsson
Framkvæmdastóri LK