Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Stjórnarfundir – 6. 2008-2009

03.12.2008

Stjórnarfundur Landssambands kúabænda haldinn að Bitruhálsi 1 3. desember 2008 kl. 10.30. Mættir eru Þórólfur Sveinsson, Sigurður Loftsson, Guðný Helga Björnsdóttir, Jóhann Nikulásson og Sveinbjörn Þór Sigurðsson. Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri LK ritaði fundargerð.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk því næst til dagskrár.

 

1. Nokkur atriði frá haustfundum 2008. Staða nautakjötsins kom þar til umræðu í fyrsta skipti í nokkur ár. Vangaveltur um hvort LK ætti að nýta sér heimild til að gefa út viðmiðunarverð og skoða framleiðslukostnað og afkomuna í greininni. Á LK að leggja aukna áherslu á markaðsmál? Folaldakjöt farið að veita nautakjöti samkeppni á markaði. Innflutt kjöt hefur verið að trufla sölu í verslunum fram til þessa, þrátt fyrir að innflutningur hafi dregist verulega saman. Viðmiðunarverð mun tæplega skila miklum árangri. Æskilegt að funda með sláturleyfishöfum um þessi mál. Fjárhagsstaða kúabænda almennt var að sjálfsögðu mikið til umræðu. Rekstur skuldugustu búanna er afar þungur. Rekstrarstöðvun er hugsanleg á einhverjum búum, þar sem innkoman dugar ekki fyrir nauðsynlegum rekstrarvörum. Senda ályktun til ráðherra landbúnaðarmála á þá leið að komið verði í veg fyrir kollsteypur í framleiðslunni og í framhaldinu verði jafnræðis gætt við aðkomu fjármálastofnana að skuldbreytingum og fjármögnun búanna. Rökin fyrir þessu eru tvíþætt, í fyrsta lagi vonumst við eftir betri tíð í rekstrinum, styrkist gengi krónunnar eitthvað að ráði batna rekstrarskilyrðin mjög verulega. Í öðru lagi leggur LK áherslu á að framleiðslunni verði haldið í landinu. Ályktun til ráðherra: Stjórn LK leggur áherslu á að stjórnvöld tryggi rekstur kúabúa sem kostur er, við þær fordæmalausu aðstæður sem uppi eru í rekstarumhverfi mjólkurframleiðslunnar. Framkvæmdastjóri mun óska eftir fundi með ráðherra fyrir jól. 
2. Umsókn frá samtökunum Beint frá býli. Samtökin leita eftir 500.000 kr styrk af fagfé LK, samþykkt að veita hann. Styrkveiting verður skilyrt því að upplýsingagjöf um framleiðslu og sölu afurðanna verði með eðlilegum hætti, líkt og gildir um aðrar afurðastöðvar í mjólkuriðnaði.
3. Kynntar verklagsreglur um ráðstöfun þróunarfjár mjólkursamningsins, vegna rannsókna og þróunarverkefna í nautgriparækt. Vonbrigði að ekki fékkst fram að framleiddir lítrar mynduðu stofn að grænum greiðslum sem greiddur er út á skýrsluhald og mjólkursýnatöku. Áhyggjuefni að ekki hefur tekist að finna farveg fyrir stóran hluta óframleiðslutengda stuðningsins frá og með næsta verðlagsári.
4. Samningsmarkmið Íslands í hugsanlegum aðildarviðræðum við ESB. Kynnt minnisblað þess efnis.

A. Það er ekki vitað hver verður framvindan á vettvangi WTO og að hvaða leyti hún breytir landbúnaðarstefnu ESB.

 

B. Það liggur ekki fyrir hvernig almenn landbúnaðarstefna ESB kemur út fyrir einstakar greinar íslensks landbúnaðar og landbúnaðinn í heild.  Þetta þarf að greina. Koma þarf skýrt fram hvaða beinir og óbeinir styrkir eru greiddir núna og hvaða styrkir koma frá einstökum ríkjum.

 

C. Það er ekki vitað hvort hægt verður að fá varanlega heimild til framleiðslutengds stuðnings á grundvelli norðlægrar legu landsins.   Á hvaða forsendum eru LFA styrkir veittir ?   Á hvaða faglegum grundvelli ætti að skilgreina slíka undanþágu og til hvaða búgreina gæti hún náð ?

 

D. Það liggur ekki fyrir hvaða stuðning íslensk stjórnvöld vilja veita einstökum greinum landbúnaðarins ef til aðildar kæmi. Þá er einnig óljóst hvaða skorður WTO og ESB setja varðandi slíkan stuðning.  Skoða hvaða skorður ESB setur einstökum löndum og á hvaða forsendum.

 

E. Það liggur ekki fyrir hvaða aðlögunarstuðning einstakar búgreinar gætu fengið ef Ísland gengi í ESB.    Hvaða aðlögun skiptir mestu máli ef til aðildar kæmi ?  Hvernig er best að nálgast þá niðurstöðu ?    Þetta þarf að skoða sérstaklega fyrir nautgriparæktina en erfitt að gera það fyrr en styrkjaramminn liggur fyrir í grófum dráttum.

 

F. Kvótakerfið í mjólkurframleiðslunni er sérstakt viðfangsefni. Hvaða vandamál skapast við að fara úr okkar  framleiðsluskipulagi yfir í framleiðsluskipulag ESB ?   Augljóst að lán sem tilheyra fyrra kerfi verða eitt af stóru vandamálunum.

 

G. Hver er sérstaða okkar og hvaða vandamál fylgja henni ?

 

H. Væntanlega er þörf á nýrri nálgun gagnvart stuðningi veittum á byggða- og umhverfisforsendum og landbúnaðar.  

 

I. Hver verður staða mjólkuriðnaðarins ef Ísland gengur í ESB ?   Verður t.d. haldið áfram að framleiða óbreyttan fjölda vöruflokka ?  Hvaða munur er á vinnslukostnaði á Íslandi og í þeim löndum sem helst hefðu áhuga á að flytja hingað mjólkurvörur ?

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði eru að ráða starfsmann, þar sem aðallega er verið að líta til þekkingar á þessum hlutum. Vinna við skoðun á þeim atriðum er varða inngöngu í ESB verður sett í gang mjög fljótlega. Gera grein fyrir sjónarmiðum LK í þessum málum í Bbl. Upplýsingar skipta umbjóðendur okkar miklu máli.

5. Mjólkuruppgjör verðlagsárið 2007-2008 liggur fyrir. Á nýliðnu verðlagsári gerðist það í fyrsta skipti í nokkur ár, að ekki var greitt fullt afurðastöðvaverð fyrir alla innlagða mjólk. Því hefur samstarfsnefnd BÍ og SAM beint eftirfarandi til Framkvæmdanefndar búvörusamninga:

a. Hversu mikið af mjólk og mjólkurafurðum var selt innanlands á verðlagsárinu að heimavinnslu og sölu meðtalinni?
b. Hversu mikið af mjólkurvörum skal flytja úr landi vegna þess að þær eru framleiddar úr mjólk utan greiðslumarks, hver ber ábyrgð á útflutningi umræddra vara og hvenær honum skal vera lokið?
c. Hefur Framkvæmdanefnd búvörusamninga af markaðsástæðum heimilað sölu innanlands á mjólkurvörum úr mjólk framleiddri utan greiðslumarks, sjá 3. mgr. í 52. gr. laga nr. 99/1993?
6. Burðarvaki. Í tengslum við kálfadauðaverkefnið var farið út í að hanna búnað sem yrði settur á kýrnar sem myndi skynja hvenær kýr tækju kálfssóttina og myndi geta sagt fyrir um burðinn. Slíkur búnaður er í hönnun á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Spurningin er hvaða aðkomu Landssamband kúabænda á að eiga að verkefnum að þessu tagi? Sú krafa mun koma fram í tengslum við velferð kúnna, að mögulegt verði að taka kýr úr hjörðinni með nokkrum fyrirvara fyrir burðinn. Búnaður af þessu tagi myndi hjálpa til við það.
7. Skýrsla Samkeppnisstofnunar.
8. Verðlagning haustið 2008.
Varaformaður fór yfir málið. Reiknuð hækkunarþörf framleiðenda var 8,45 kr/ltr. Hækkun 1. nóvember var 7,13 kr/ltr. Ekki sömu aðferð beitt við framreikning núna eins og sl. vor. Fulltrúar framleiðenda gerðu athugasemdir við það. Geymda hækkunin vegna fjármagnsliðanna er geymd áfram. Framlegðarskekkja milli einstakra vöruflokka eykst enn, sem er verulegt áhyggjuefni.
9. Búnaðarþing 2009. Mál fyrir þingið. Lækkun búnaðargjalds verði rædd á þinginu. Varaformanni falið að semja erindið. Tillögum að málum verið skilað fyrir 20. janúar.
10. Málþing um orsakir kálfadauða. Verkefnið gert upp. Mörgum spurningum ósvarað. Burðarerfiðleikar í íslenska kúakyninu eru miklu meiri en áður var talið. Snefilefnastaða í íslensku gróffóðri er mjög lág. Er ástæða til að taka saman fræðsluefni um burðarhjálp og hjálpartæki í því samhengi. Námskeiðahald?
11. Málefni Auðhumlu.
12. Formannskipti verða næsta vor.
13. Landbúnaðarsýningin á Hellu í ágúst sl.
Tókst að flestu leyti framar vonum. Ýmsir kostnaðarliðir urðu nokkuð hærri en lagt var upp með í byrjun, kostnaðarhlutdeild LK í nautagrillun um 250.000 kr. Áætlað framlag til sýningarinnar kr. 300.000. Halli á sýningunni á bilinu 1,5-2 milljónir.
14. Grill LK. Borist hafa kauptilboð í grill félagsins en þeim hefur öllum verið hafnað. Vegna mikils flutningskostnaðar er spurningu hvort félagið eigi að eiga tvö.
15. Árshátíð 2009. Fulltrúar félaga úr Húnaþingi til og með Kjós tilnefndir í árshátíðarnefnd.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.25.

 

Baldur Helgi Benjamínsson

Framkvæmdastjóri LK