Stjórnarfundir – 9. 2016-2017
15.09.2016
Níundi fundur stjórnar Landssambands kúabænda haldinn 15. september 2016 kl. 16.00.
Símafundur
Mætt voru: Arnar Árnason formaður, Pétur Diðriksson varaformaður, Elín Heiða Valsdóttir ritari, Bessi Freyr Vésteinsson og Samúel Unnsteinn Eyjólfsson.
Fundargerð ritaði Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri.
Formaður setti fundinn, bauð fundar menn velkomna og svo var gengið til dagskrár.
Þetta var rætt:
1. Fjármögnun Nautastöðvar Íslands að Stóra-Ármóti
Fjárfestingar við byggingu einangrunarstöðvar að Stóra-Ármóti eru komnar af stað. Samþykkt var að fá lán hjá Landsbanka Íslands til að brúa fjárhagslegt bil fram að fjármögnun sem kemur í verkefnið í byrjun árs 2017 í gegnum búvörusamninga.
2. Framkvæmdaráð erfðamengis
Fundur haldinn af Fagráði í nautgriparækt 8. september 2016 óskar eftir tilnefningum í framkvæmdaráð Erfðamengisúrvals. Í framkvæmdaráði sitja þrír fulltrúar, sem tilnefndir eru af Landssambandi kúabænda, Bændasamtökum Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands. Samþykkt var að skipa Margréti Gísladóttur, framkvæmdastjóra LK, í ráðið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.45.
Margrét Gísladóttir
Framkvæmdastjóri LK