Beint í efni

Stjórnarfundir – 10. f. 1999/2000

18.07.2000

 

Fundargerð Landssambands kúabændaSjöundi fundur stjórnar LK var símafundur og haldinn þriðjudaginn 18. júlí 2000 og hófst hann klukkan 13:10. Á línunni voru Þórólfur Sveinsson, Birgir Ingþórsson, Hjörtur Hjartarson, Gunnar Sverrisson og 1. varamaður Egill Sigurðsson. Auk þess voru Jón Viðar Jónmundsson, ráðunautur, Jón Gíslason, formaður Fagráðs í nautgriparækt og Snorri Sigurðsson, sem ritaði fundargerð, á línunni.

Þórólfur bauð menn velkomna á línuna og setti fund. Því næst var gengið til dagskrár og var eftirfarandi tekið fyrir:

1. Athugasemdir LK og BÍ vegna umsagna ýmissa aðila um tilraunainnflutning á NRF fósturvísum
Fundarmönnum hafði borist umsagnir nokkurra aðila sem landbúnaðarráðuneytið leitaði til varðandi fyrirhugaðan tilraunainnflutning á NRF. Umsagnir höfðu borist ráðuneytinu frá eftirtöldum aðilum: RALA, LBH, Hagþjónustu landbúnaðarins, Dýralæknaráði og s.k. Mjólkurgæðanefnd. Landbúnaðarráðuneytið sendi þessar umsagnir til LK og BÍ til skoðunar og athugasemda. Fundarmenn fóru yfir áðurnefndar umsagnir lið fyrir lið. Almennt töldu fundarmen að umsagnirnar hafi verið jákvæðar gagnvart tilraunainnflutningi, en báru margar með sér að viðkomandi stofnanir hafi áhuga á fá sinn skerf af fyrirhugaðri tilraun.

Álit vinnhóps LBH er að meginhluta hugleiðingar um þætti sem tilraun er ætlað að svara og því litlu við það að bæta.

Ekki komu fram efnislegar athugasemdir við álit Hagþjónustunnar, en fundarmenn veltu verulega fyrir sér þeim forsendum sem Hagþjónustan notar til að komast að sínum niðurstöðum.

Varðandi álit Dýralæknaráðs voru fundarmenn sammála um að þar væri vel unnin skýrsla og að mörgu leiti góðar ábendingar sem fram koma þar. Hinsvegar vantar tilfinnanlega inn í þeirra umfjöllun gríðarlega veigamikinn þátt er snertir aðstæður í Noregi sem landbúnaðarráðuneytinu áttu að vera kunnugt um eftir að yfirdýralæknir kynnti sér persónulega aðstæður ytra.

Varðandi álit Mjólkurgæðanefndar töldu fundarmenn sig of tengda nefndinni til að geta fjallað um það álit.

Fundarmenn voru sammála um að greinargerð sem fylgir umsögn RALA hafi verið vel unnin og margar góðar ábendingar þar. Hinsvegar þóttu niðurstöðurnar vera í ósamræmi við greinargerðina. Töldu fundarmenn að gera þyrfti athugasemdir við þætti í niðurstöðum eins og tillögu RALA tímalengd tilraunar RALA, stjórnsýslu og ábyrgð á tilrauninni og fleiri atriðum.

Að lokinni umfjöllun um málið samþykktu fundarmenn að fela Snorra og Jóni Viðari að svara erindi landbúnaðarráðuneytisins.

2. Næsti stjórnarfundur LK
Þórólfur kynnti fyrir stjórnarmönnum fyrirhugaðan fund um mánaðarmótin, þar sem m.a. þarf að taka fyrir hugsanlegar breytingar á samþykktum LK. Fundurinn verður boðaður síðar.
Fleira var ekki bókað og sleit formaður fundi um kl. 13:35.

Snorri Sigurðsson