Beint í efni

Stjórnarfundir – 2. 2008-2009

03.06.2008

Stjórnarfundur LK haldinn þann 3. júní á Hvanneyri. Mættir eru Þórólfur Sveinsson, Sigurður Loftsson, Guðný Helga Björnsdóttir, Sveinbjörn Þór Sigurðsson og Jóhann Nikulásson.

 

Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri ritaði fundargerð.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár kl. 11.15.

 

1. Matvælalöggjöfin. Afgreiðslu frumvarpsins hefur verið frestað til haustsins. Ólíklegt að grundvallaratriðum þess verði breytt. Sérstakar merkingar á íslenskum matvælum eru ein af skynsamlegum mótvægisaðgerðum. Skynsamlegt að vera í samstarfi við SAM um aðkomu að mótun og afgreiðslu bandormsins.

2. Afkomuhorfur. Ekkert lát á hækkunum aðfanga, mikill skriður á olíu, rúlluplasti, fræi og fóðri. Gerist væntanlega ekkert annað á næstu mánuðum en að greiðslustaða kúabænda þyngist vegna þessa. Litlar líkur á að allir kúabændur komist standandi í gegnum þessa orrahríð.

3. Sundurgreining á fjármagnskostnaði í gengisbreytingar og greidda vexti. Afar brýnt að komist niðurstaða í þetta mál sem fyrst.

4. Lífræn landbúnaðarframleiðsla. Formaður og framkvæmdastjóri sóttu mjög góða ráðstefnu um málið 16. maí sl., þar sem lýst var ákveðnum efasemdum um þessa framleiðsluhætti. Hluti af markaðnum lítur þó þessa framleiðslu þeim augum sem hún sé hin eina rétta og honum verður að sinna.

5. Endurvinnsla á plasti. Áhugi á að koma í gang tilraunaverkefni í einstökum sveitarfélögum þar sem þessum málum verði sinnt. Hvað verður um plastið sem ekki er sótt eftir hefðbundnum leiðum, ekki mikið er brennt eða urðað, talsvert fer þó í almennt sorp.

6. Fram kom að stjórnsýslukæra hefur verið lögð fram vegna C-greiðslna. Hana verður að afgreiða áður en greiðslumarksreglugerð næsta verðlagsárs verður gefin út, jafnvel áður en uppgjör á C-greiðslum júlí og ágúst á þessu verðlagsári fara fram.

7. Aðkoma LK að Landbúnaðarsýningunni á Hellu 2008.

8. NRFÍ. Stofnun einkahlutafélags um innflutning á erfðaefni er í undirbúningi á vegum talsverðs hóps bænda.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.20.

 

Baldur Helgi Benjamínsson

Framkvæmdastjóri LK