Stjórnarfundir – 9. 2007-2008
03.04.2008
Stjórnarfundur LK haldinn á Hótel Selfossi 3. apríl 2008. Mættir eru Þórólfur Sveinsson, Sigurður Loftsson, Guðný Helga Björnsdóttir, Jóhann Nikulásson og Sveinbjörn Þór Sigurðsson. Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri ritaði fundargerð.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og setti fund kl. 20.30.
1. Erindi frá Guðbjörgu Jónsdóttur varðandi svör MAST við fyrirspurn Guðbjargar um gæði og áreiðanleika áburðar. Formaður kynnti málið og ákveðið í kjölfar umræðna að eiga fund með Lögmönnum Suðurlands um málið.
2. Hafa Bændasamtök Íslands seilst of langt í hagsmunagæslu fyrir umbjóðendur sína? Það er mat Samkeppniseftirlitsins. Formaður reifaði málið. Fylgja því einhverjar kvaðir að mega gefa út verðlista, eins og LS hafa gert á hverju sumri frá því að opinber verðlagning á dilkakjöti var lögð af ? Nokkrar umræður um þetta.
3. Svarbréf MAST til LAN vegna erindis Kristins Björnssonar og Jennýar L. Einarsdóttur um gripaflutninga. Ákveðið að fá lögmann til að skoða málið.
4. Ársreikningur LK. Afkoma ársins er 10.895.423 kr. Stjórn staðfestir ársreikninginn með undirritun sinni og leggur reikningana fyrir aðalfund.
5. Fjárhagsáætlun rædd. Verður afgreidd á aðalfundinum. Þróunarsjóður LK og SAM hefur ekki komist á fót enn sem komið er en vel má hugsa sér að hann verði á höndum LK einhliða. Ákveðið að nota hluta af fjármunum þessum til að greiða götu stefnumótunarhóps og vinnu sem hann kann að ákveða að fá unna. Framkvæmdastjóri fer að líkindum í fæðingarorlof á haustmánuðum. Ráðstafanir vegna þessar ræddar. Formaður hefur tök á að leysa framkvæmdastjóra af í hans störfum.
6. Aðalfundur 2008. Tilnefning fundarstjóra, Gunnar Kr. Eiríksson, Túnsbergi og Sif Jónsdóttir, Laxamýri. Tilnefning í kjörbréfa- og uppstillinganefnd, Magnús Sigurðsson, Hjúki formaður, Pétur Diðriksson Helgavatni og Guðbjörgu Jónsdóttur Læk.
7. Árshátíð. Stjórn skipar skemmtinefnd, Sigurður Loftsson setur árshátíðina og afhendir nefndinni sviðið. Baldur og Þórólfur veita viðurkenningar. Ræða fyrirkomulag við veislustjóra.
8. Ákveðið að vísa samþykktabreytingum til starfsnefndar 3, reikningar og fjárhagsáætlun til starfsnefndar 2.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.11
Baldur Helgi Benjamínsson
Framkvæmdastjóri LK.