Beint í efni

Stjórnarfundir – 8. 2007-2008

15.03.2008

Símafundur í stjórn Landssambands kúabænda, haldinn 15. mars 2008 kl. 11.00. Mættir á línuna eru Þórólfur Sveinsson, formaður, Sigurður Loftsson, Guðný Helga Björnsdóttir, Sveinbjörn Þór Sigurðsson og Jóhann Nikulásson. Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri ritaði fundargerð.

 

1. Fundur BÍ með Kaupþingi. Ástæða fundarins var að fá sjónarmið þeirra varðandi verðlagningu á mjólk, þar sem nokkrir kúabændur eru í þeirri stöðu að gerist ekkert á þeim vettvangi, muni þeir ekki getað haldið áfram rekstri.

2. Staða verðlagsmála. Afneitun Verðlagsnefndar búvöru varðandi þessa erfiðu stöðu er að baki. Ekki kemur til greina að hækka tvisvar og alls ekki 1. maí, á verkalýðsdeginum sjálfum, það vinnur með okkur til að fá verðhækkun 1. apríl. Kemur vel til greina að áburðurinn komi inn þá. Minnisblað frá Einari endurskoðanda verðlagsnefndar var kynnt á fundi nefndarinnar í gær varðandi endurskoðun á vaxtagrunni verðlagsgrundvallar kúabús. Sú upphæð sem þar kemur fram er miklu hærri en áburðurinn. Á síðasta ári var samanlagt tap Auðhumlu og MS 206 milljónir, það er framlag fyrirtækjanna til að halda niðri vöruverði. 220 milljónir er kostnaður iðnaðarins vegna kjarasamninga, umbúðir eru að hækka mjög mikið, bæði vegna gengisþróunar og í erlendri mynt. Færa má gild rök fyrir því að hækkunarþörf sé samtals 20 krónur, þar af eru hækkanir vegna fjármagnskostnaðar 12 krónur, það þýðir um 40% hækkunarþörf á afurðastöðvaverði. Fjármagnskostnaðurinn er farinn að rífa svo verulega í svo víða að á því er meiri skilningur í samfélaginu en oftast áður að verulegrar hækkunar sé þörf. Miklar umræður um þessa stöðu. Vangaveltur um stöðu greiðslumarksverðs. Mun sala á greiðslumarkinu ekki dekka skuldir einstakra kúabænda? Hvað þolir markaðurinn miklar hækkanir? Munum við sjá miklar neyslubreytingar? Er vaxtaokur að knýja atvinnurekstur í þrot? Formaður metur stöðuna svo á góðar líkur séu á hækkun mjólkurverðs 1. apríl n.k. Hversu mikil hún verður er ómögulegt að segja á þessari stundu.

3. Fundir LK og Auðhumlu 4.-5. og 11. apríl n.k. munu taka því afar illa ef ekki verður komin verðhækkun 1. apríl n.k. Þá kann framtíð opinberrar verðlagningar að vera í hættu.

4. Símafundur áætlaður 18. mars n.k. eftir næsta verðlagsnefndarfund.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.15.

Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri LK.