Stjórnarfundir – 6. 2007-2008
01.02.2008
Stjórnarfundur Landssambands kúabænda, haldinn á Hótel Loftleiðum 1. febrúar 2008. Mættir eru Þórólfur Sveinsson, Sigurður Loftsson, Guðný Helga Björnsdóttir, Jóhann Nikulásson og Sveinbjörn Þór Sigurðsson. Fundargerð ritaði Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri.
Formaður setti fund kl. 10.45 og gekk til dagskrár. Þá sat fundinn Gunnar Jónsson, varamaður í stjórn.
1. Afkoman. Yfir kúabændur eru að dynja aðfangahækkanir sem eiga sér varla hliðstæðu í marga áratugi. Afkoman hefur versnað mjög verulega frá miðju ári 2007. Miðað við þær hækkanir sem eru að koma fram og væntanleg hækkun launavísitölu, þá verður hækkunarþörf frá 1. sept. 2007 til 1. júní 2008 milli 8-10%. Misvægi getur einnig myndast milli hækkunarþarfar, þróunar almenns verðlags og opinbers stuðnings þar með. Hvaða skilaboð á að senda til bænda? Talsverður hluti búa með skuldir uppá þrefalda veltu og þar yfir. Þau þurfa að gera miklu harðari kröfur um arðsemi nú en nokkru sinni. Beina tilmælum til ráðgjafaþjónustunnar að beina sjónum sérstaklega að þessum búum. Verðum að fá hækkanir á aðföngum uppi bornar í vöruverði. Í sögulegu samhengi hefur áburður verið frekar ódýr hin síðari ár, sem hefur haft áhrif á notkun hans. Það gefur svigrúm til betri nýtingar og leiðbeiningaþjónustan getur haft áhrif þar á. Þá erum við með fóðurhækkanir í eftirdragi. Eru áburðarhækkanir afleiðingar mistaka áburðarsala, voru þeir of seinir á ferðinni með pantanir? Verðsamráð? Leita þarf skýringa á áburðarhækkunum. Staða afkomunnar er mjög alvarleg. Vextirnir valda þar mestum áhyggjum. Fara verður í aukauppgjör á vsk vegna áburðar, beina því einnig til leiðbeiningaþjónustunnar.
2. Aðalfundur LK 2008. Fundarboð þarf að berast amk. 2 vikum fyrir fund, sama gildir um breytingar á samþykktum, m.a. að trúnaðarmannaráð aðildarfélags getu kosið fulltrúa á aðalfund LK. Leggja til viðmiðum á skilum mála fyrir fund, t.d. 10-14 dögum fyrir fund, miðvikudaginn 26. mars. Undirbúningur aðalfundar og árshátíðar í eðlilegum farvegi. Allir stjórnarmenn gefa kost á sér til endurkjörs.
3. Afnám Búnaðargjalds. Frumvarp Péturs Blöndal alþingismanns. Formaður og framkvæmdastjóri eigi fund með landbúnaðarnefnd. Afnám búnaðargjalds er tilræði við rekstur LK.
4. Staða á MARK. Bréf JBL frá 23. janúar. Ómögulegt.
5. Ferð til Geno. Framkvæmdastjóri fór stuttlega yfir málið.
6. Aðalfundur Búgreinaráðs BSE í nautgriparækt. Haldinn í Hlíðarbæ 5. febrúar, Sigurður Loftsson mun mæta á fundinn fyrir hönd LK.
7. Áhrif aðfangahækkana á nautakjötsframleiðsluna. Verða gríðarleg og neikvæð.
8. Hver er staða afurðastöðva sem framleiða utan greiðslumarks á innanlandsmarkað? Lítil hreyfing á því máli í ráðuneyti landbúnaðar- og sjávarútvegsmála. Stendur mjög í pólitískum fulltrúum að taka á málinu.
9. Framkvæmdastjóri tilkynnti stjórn að hann og unnusta hans ættu von á barni síðla ágústmánaðar. Hann myndi því taka fæðingarorlof á haustmánuðum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.15.
Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri.