Beint í efni

Stjórnarfundir – 4. 2007/2008

06.10.2007

Stjórnarfundur Landssambands kúabænda, haldinn í Bútæknihúsi Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, laugardaginn 6. október 2007 kl. 9.00. Mættir eru eftirtaldir stjórnarmenn: Þórólfur Sveinsson, Sigurður Loftsson, Jóhann Nikulásson og Guðný Helga Björnsdóttir. Sveinbjörn Þór Sigurðsson átti ekki heimangengt og var í símasambandi við fundinn. Gestir fundarins voru Magnús B. Jónsson, nautgriparæktarráðunautur BÍ og Daði Már Kristófersson, hagfræðingur BÍ. Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri LK skrifaði fundargerð.

 

Þennan sama dag var í fyrsta skipti haldinn ,,Dagur nautgriparæktarinnar’’ á Hvanneyri. Aðsókn var góð og Landbúnaðarháskólanum með Snorra Sigurðsson í broddi fylkingar til sóma.

 

Formaður bauð fundarmenn og gesti velkomna,  setti fund og gekk til dagskrár.

1. Niðurstöður LBHÍ um hagkvæmni kúakynja.

Magnús B. Jónsson kynnti forsendur skýrslu LBHÍ um samanburð á rekstrarhagkvæmni mjólkurframleiðslu íslensku kýrinnar og fjögurra annarra kúakynja, NRF, SRB, SLB, NZF. Daði Már Kristófersson kynnti líkanið sjálft og niðurstöður þess. Rauðu norðurlandakynin gefa alltaf góða niðurstöðu, SRB gefur gegnumsneitt bestu niðurstöðuna, að gefnum misunandi forsendum. Verulegur fjárhagslegur ábati er að því að skipta um kúakyn, á bilinu 800-1200 milljónir á ári fyrir SRB. Niðurstöður þessarar rannsóknar falla ágætlega að niðurstöðum Fagráðs frá árinu 2001, 9-14% ábati m.v. NRF. Skýrsluhöfundar munu skila útdrætti sem hentar til kynningar á haustfundum LK.

 

2. Greinargerð frá mjólkuriðnaðinum um áhrif nýs kúakyns.

Er að mestu lokið og kemur fljótlega.

 

3. Viðbrögð við bréfi Torstein Steine, Geno.

Framkvæmdastjóri LK þýði bréfið og kynni á haustfundum. LK hefur lokið því verkefni sem aðalfundur 2006 fól stjórn að gera. Forsvarsmenn NRFÍ munu sagðir velta fyrir sér næstu skrefum í þessum efnum.

 

4. Verðlagsmál.

Tveir kostir í stöðunni, annað hvort að stefna að verðbreytingu innan ársins 2008 eða eftir að framreikningur liggur fyrir 1. desember 2007. Kjarnfóðurhækkanir haustsins 2007 ekki komnar að neinu leyti inn í verðlagsgrundvöll, ekki verður búið við að bíða með verðbreytingar vegna þeirra til 1. janúar 2009.

 

5. Afkoman 2006.

Nokkuð lakari afkoma á árinu vegna hækkandi fjármagnskostnaðar (+65,9%) og fóðurs (40,4%). Fjárfestingar dragast saman, verulega í greiðslumarki en óbreytt í vélum og tækjum. Sá liður áfram mjög hár. Niðurstöður búreikninga verða kynntar að tæpri viku liðinni. Skuldir að jafnaði 1,97 sinnum tekjur, 207 krónur á lítra.

 

6. Viðræður við ráðherra landbúnaðarmála.

Formaður fór yfir niðurstöðu fundar hans og framkvæmdastjóra með Einari Kristni Guðfinnssyni 21. september sl.

 

7. Minna framleiðslutengdur stuðningur.

Hvaða stefnu eigum við að taka varðandi ráðstöfun minna framleiðslutengds stuðnings næsta verðlagsár?   Ráðuneytið hefur ekki fundið tíma fyrir viðræður um málið. Bændur þurfa að hafa nokkurn umþóttunartíma til að geta mætt þeim skilyrðum sem þeir þurfa að uppfylla til að fá greiðslur, t.d. út á efnamælingar eða jarðrækt. Fundarmenn á því að hugsanlega þurfi að finna bráðabirgðalausn eins og t.d. framkvæmd var með eingreiðslu út á greiðslumark 1. september sl.

 

8. Stefnumörkunarvinna LK.

Ákveðnir einstaklingar hafa sýnt verkefninu áhuga, skiptar skoðanir á þeim innan mjólkuriðnaðarins og greinarinnar einnig. Ákveðið að ganga ekki til samstarfs við þessa aðila. Listi með umbjóðendum sem munu koma að stefnumótunarvinnu kynntur og samþykktur. Framkvæmdastjóra falið að leita samþykkis þessara aðila og þeir kynntir á haustfundum. Þeir muni stýra stefnumótunarvinnunni. Þær úttektir og athuganir sem þurfa þykir verða keyptar að.  Viðræður við starfsfólk fjármálastofnana kynntar fyrir stjórn.

9. Áhættumat vegna nautgripasjúkdóma.

Viðræður við LBS hafa átt sér stað um málið og að stofnunin taki að sér það verkefni að vinna þetta áhættumat. Stjórnsýsla gripaflutningamála í miklu meiri ólestri en LK hafði nokkurn tímann órað fyrir. Stjórn samþykkir að áfram verði unnið að framgangi málsins.

 

10. Kjötspá í Fréttabréfi Norðlenska.

Spá sem var unnin vegna verðmats á Norðlenska, var ekki ætluð í opinbera birtingu. Hvenær fer afnám útflutningsskyldu í sauðfé að hafa áhrif, hversu mikil verða þau og hver verður þrýstingurinn frá hvíta kjötinu á þeim tíma. Gæti haft áhrif strax haustið 2008. Þegar litið er til lengri tíma er spáin háð afar mikilli óvissu.

11. Haustfundir Landssambands kúabænda 2007.

Skipulag haustfunda lagt fyrir.  Verður að liggja fyrir í næstu viku hverjir sækja hvaða fundi.

 

12. Fundur formanns 5. október með BÍ um viðhorfskönnun meðal bænda.

Mál nr. 14 frá Búnaðarþingi. Afstaða til BÍ, búnaðarsambanda og búgreinafélaga, forrita, afdrifa Hótel Sögu o.s.frv. Mikil umræða um hvernig ætti að velja hópinn sem spurður verður. Engin aðferð gallalaus, mikill hluti bænda sem vinnur utan bús. Hvernig á að fara með lögaðila, hver svarar fyrir einkahlutafélag. Símakönnun. Aðgengi að lánsfé, telja einhverjir sig afskifta, eigi ekki kost á fyrirgreiðslu?

 

13. Ræktað og ræktanlegt land – nýting og verndun.

Þess verði gætt við skipulagsvinnu að ekki sé gengið um of á ræktað og ræktanlegt land vegna framtíðarhagsmuna. Fundarmenn á því að leggja málið fyrir Búnaðarþing.

 

14. Önnur mál.

a. Fundur varaformanns og framkvæmdastjóra með ParX um málefni Bjargráðasjóðs. Þar sem ParX var gerð grein fyrir afstöðu kúabænda, bæði til A- og B-deildar. Eindreginn vilji kúabænda að hætta inngreiðslum í B-deildina.
b. Framkvæmdastjóri og varaformaður hafa hug á að sækja kynningarráðstefnu Dairy Industry Newsletter í London 2. nóvember n.k. um breyttar aðstæður á heimsmarkaði með mjólkurvörur.
c. Staða mjólkuriðnaðins, útflutningsmála og hagræðingarmála.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.

 

Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri