Beint í efni

Stjórnarfundir – 6. 2006-2007

10.01.2007

Stjórnarfundur Landssambands kúabænda haldinn í OSS 10.01.2007.  Mættir eru Þórólfur Sveinsson, Sigurður Loftsson, Guðný Helga Björnsdóttir, Egill Sigurðsson, Jóhannes Jónsson og Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð, fundur settur kl. 11.15. og gengið til dagskrár.

 

1. Viðhorfskönnun. Fundur hófst á því að kynnt var glæný viðhorfskönnun frá Capacent Gallup til innflutnings á nýju kúakyni. 

2. Fundur með Mjólku ehf. Formaður og framkvæmdastjóri sögðu frá heimsókn í Mjólku ehf og viðræðum við Ólaf Magnússon.

3. Framsetning búreikninga. Starfshópur á vegum HÞL er að skoða þau mál. M.a. ræddar spurningar um framsetningu höfuðstóls og eigin fjár.

4. Fundur félagsráðs FKS 5. des. sl. Góðar umræður um hvers konar framleiðslustýringu þarf á að halda inn í framtíðina. Erfitt að ná umræðu um fjárfestinguna, allar fjárfestingar eru nauðsynlegar. Ástæða til að þakka fyrir það framtak að halda fund um þetta mál. Mikill vélakostnaður á hvern lítra mjólkur umhugsunarefni. 

5. Átaksverkefni í nautgriparækt. Lofað var 35 milljónum, 7 milljónum á ári á 5 árum. Búið að lofa 22 milljónum, 20 milljónir komnar. Ráðherra búinn að gefast upp á málinu, fjármálaráðuneytið segir málinu lokið. Ekki hægt að gera ráð fyrir að meiri fjármunir komi í verkefnið. Þarf að leysa stjórn átaksverkefnis frá störfum og þakka fyrir vel unnin störf.

6. Fundur um lyfjamál. Formaður skýrði frá fundi hans og framkvæmdastjóra með lyfjainnflytjendum sem haldinn  var í OSS 12. desember s.l. Fulltrúar dýralækna mættu ekki en hafa áhuga á að mæta síðar. Rík tilkynningaskylda fagaðila um að tilkynna til Lyfjastofnunar um aukaverkanir lyfja.

7. Fundur með landbúnaðarráðherra. Óvissa um endurgreiðslu á þungaskatti og endurgreiðslu á vsk vegna rekstrar bíla. Kjarnfóðurtollar verði ekki lækkaðir frekar í bili. Áhugasamur um merkingar matvæla, fellur þó undir umhverfisráðuneytið. Skiptir meira máli í kjötgeiranum í bili. Bjargráðasjóður, útganga nautgriparæktarinnar úr búnaðardeildinni hefur ekki áhrif á almennu deildina, það er sjálfstæð ákvörðun. Búnaðarþingi verði gerð grein fyrir stefnu LK í málinu og segja þinginu frá því hver staða málsins er.

8. Verðlagsnefndarfundur. Ráðuneytið hyggst leggja fram frumvarp um niðurfellingu verðtilfærslu- og verðmiðlunargjalda á vorþingi. Hið pólitíska andrúm er þannig að áhættusamt er að leggja það fram nú að mati formanns LK. Launaliður bænda: launavísitala er einum mánuði á eftir öðrum vísitölum. Stefnt að endurskoðun launaliðar 1.3.2007.

9. Mál til Búnaðarþings 2007 kynnt.

10. Stjórnarkjör í BÍ. Fram kom að Sigurður Loftsson gefur kost á sér til kjörs í stjórn BÍ og var þeirri ákvörðun hans fagnað.

11. Framkvæmd mjólkursamnings. Frestun á upptöku óframleiðslutengds stuðnings eða fjármagn í annan farveg? Þrengist mjög um þróunarfé, 15 milljónir komu af fóðurtollum, þær falla brott. Fjármunir til átaksverkefnisins þrutu 15 milljónum fyrr en áætlað var.

12. Greiðsla fyrir umframmjólk á næsta verðlagsári. Birgðastaða verður komin í eðlilegt horf fyrir lok verðlagsársins. Horfur eru á að þörf verði á að flytja út prótein úr 3-4 milljónum lítra og 15 milljónum lítra af fitu. Greiðslumark gæti farið niður um 1 milljón lítra, verði 115 milljónir lítra. Afurðastöðvaverð fyrir mjólk umfram greiðslumark þarf að liggja fyrir samhliða ákvörðun greiðslumarks. Núna reynir á hvað útflutningurinn gefur í aðra hönd.
13. Önnur mál.
a. Næsti stjórnarfundur með 1. varamanni og Búnaðarþingsfulltrúum, hugsanlega að morgni 4. mars.
b. Merkingareglugerð. Ef gripur tapar merki daginn fyrir slátrun verður að setja í hann merki með YD merkingu en handskrifuðu hlaupandi númeri. Að hægt sé að rekja sláturkálfa til réttrar móður.
c. Aðalfundur FKS 29. janúar í Árhúsum á Hellu kl. 12 á hádegi.
d. Greiðsla kostnaðar vegna fulltrúafunda í október 2006. Akstur verði greiddur. Framkvæmdastjóra falið að sjá um það.
e. Tilhögun árshátíðarnefndar. Félögum í Eyjafirði, S-Þing. og Skagafirði verði falið að tilnefna í árshátíðarnefnd. Félögum í Húnaþingi og á Austurlandi verðið boðið að vera með.
f. Egill Sigurðsson lét bóka að rekstur NLK ehf. hefði um árabil verið í hinum mesta ólestri og að stjórn LK hefði verið upplýst um það. Fá forskrift að ferli niðurlagningar fyrirtækisins.


Fundi slitið um kl. 16