Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Stjórnarfundir – 4. 2006-2007

11.10.2006

Stjórnarfundur í LK haldinn á Hereford steikhúsi 11. október 2006. Mættir eru Þórólfur Sveinsson, Sigurður Loftsson, Egill Sigurðsson, Jóhannes Jónsson og Guðný Helga Björnsdóttir. Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri ritaði fundargerð. Fundur settur kl. 10.35.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna, setti fund og gekk til dagskrár.

 

1.Atburðir síðustu daga og vikna. Formaður telur 9. október 2006 marka tímamót í íslenskri búnaðarsögu. Rakti atburði síðustu daga. Telur það rétta ákvörðun stjórnar LK að ræða viðbrögð við aðgerðum stjórnvalda í matarverðsmálum við grasrótina. Færir stjórninni gott veganesti í framhaldið. Ákvörðun SAM getur verið hrundið með einfaldri meirihlutaákvörðun fulltrúafundar MS, þeirra er ákvörðunarvaldið.. Rætt um að launaliður haldi í við launavísitölu, sem uppfærður verði á 3 mánaða fresti, 1. desember, 1. mars og 1. júní og þeim möguleika haldið opnum að ná meiri hækkun en það. Forsenda þess er að iðnaðurinn komi standandi út úr hagræðingaraðgerðum. Ólafur Friðriksson skrifstofustjóri í Landbúnaðarráðuneytinu mætti til fundar um kl. 11. Hvað felst í fyrirhuguðum tollalækkunum á nautakjöti? Stefnt að því að nefnd um inn- og útflutning á landbúnaðarafurðum móti tillögur um tollalækkanir sem skilað verði í desember. Þær verða allt að 40%.

2.Tillögur stjórnvalda um lækkun matvælaverðs. Áhrif á nautakjötið eru óviss, fer algerlega eftir því hvað tollalækkanir verða miklar. Áhrif á mjólkina eru ljósari. Á tímabilinu ágúst 2005 til desember 2007 verður samanlögð verðbólga ca. 15%, á sama tíma verður afurðaverð í allt öðrum takti. Hækkunarþörf verðlagsgrundvallar er 9,2% sem þýðir m.v. greiðslumark upp á 116 milljónir lítra að útgjaldaaukning er nærri hálfur milljarður.

3.Beiðni um viðræður við stjórnvöld. Stjórn ákveður að leita viðræðna við stjórnvöld um lækkun á framleiðslukostnaði.

4.Hverju skilar útflutningur á næstu árum? Skilaverð hefur staðið undir fullu afurðastöðvaverði til þessa. Margt spilar inní, gengi, stærð markaðar o.s.frv. Senda erindi til MS um framtíðarhorfur í þessum efnum.

5.Fyrirspurn frá Jóni Gíslasyni formanni NRFÍ um innflutning á nýju kúakyni. LK hefur enga sérstaka skoðun á því að einhver af umbjóðendum sambandsins sendi inn umsókn um innflutning á nýju kúakyni.

 

Gert fundarhlé kl. 12.30 og gengið til hádegisverðar í boði Hereford og Ferskra afurða. Viðurgerningur afar góður.

 

6.Farið í vesturveg. Framkvæmdastjóri kynnti ferð sína til Washington á kynningu á íslenskum mjólkurafurðum. Undirtektir neytenda þar afar jákvæðar og ferðin mjög gagnleg.

7.Haustfundir eru í undirbúningi. Formaður og framkvæmdastjóri stefna á að fara á alla fundi, hver stjórnarmaður mæti á fundi á sínu svæði.

8.Frá verðalagsnefndarfundi. Verðlagsnefnd hefur staðfest framreikning verðlagsgrundvallar. Útgjöld grundvallarbúsins hafa aukist um 9,2% frá 1. september 2005, eins og áður segir.

9.Tryggingamál bænda. Fundir varaformanns og framkvæmdastjóra með Sjóvá og Bjargráðasjóði. Staðan er sú að í stefnir að Bjargráðasjóður tæmist á þessu eða næsta ári, að óbreyttu. Endurskoða þarf tjónareglur og eigináhættu. Undirbúningur rekstrarstöðvunartryggingar Sjóvá. Mikilvægt að LK komi að því að mynda lausnir, gögn sem verði til í þeirri vinnu, verði aðgengileg til handa öðrum tryggingafélögum síðar meir. Leggja til við stjórnvöld að starfsemi Bjargráðasjóðs til handa nautgriparæktinni verði lagðar af 1.1.2008. Því verða að liggja fyrir valkostir hjá tryggingafélögunum haustið 2007. Varaformanni og framkvæmdastjóra gefið umboð til að móta tillögur um tjónabætur á árinu 2006.

10.Önnur mál.
a.Rætt um flutning á hálmi á milli svæða. Slíkur flutningur hefur verið heimilaður ef varúðarráðstafanir aðila teljast fullnægjandi. Hins vegar er það samdóma álit manna að reglur um gripaflutninga og varnir gegn dýrasjúkdómum eru stórlega íþyngjandi fyrir búgreinina. Dæmi eru um að einstök bú hafi orðið fyrir milljónatjóni vegna þessa.
b.Greint frá því að bændur í Eyjafirði íhuga að setja á stofn dýralæknaþjónustu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið um kl. 16.

 

Baldur Helgi Benjamínsson.