Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Stjórnarfundir – 3. 2006-2007

06.09.2006

Stjórnarfundur í Landssambandi kúabænda, haldinn í Osta- og smjörsölunni þann 6. september 2006 kl. 11. Mættir eru Þórólfur Sveinsson, Sigurður Loftsson, Guðný Helga Björnsdóttir, Egill Sigurðsson, Jóhannes Jónsson og Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður bauð fundarmenn velkomna, setti fund og gekk til dagskrár.

 

1. Umræða um matvælaverð og verndartolla. Formaður reifaði skýrslu hagstofustjóra um matvælaverð og fund með forsætisráðherra í kjölfar hennar. Meiri þungi í umræðu um tollamál en áður hefur þekkst, afnám þeirra hefði meiri áhrif á landbúnaðinn en nokkur önnur aðgerð fyrr og síðar. Ráðherra jákvæður gagnvart greininni, en varkár í yfirlýsingum. Ljóst að stjórnarflokkum finnst neikvæð umræða um matarverð óþægileg. Fundarmenn veltu fyrir sér hvaða möguleika á útspili greinin á til að koma á móts við sjónarmið um lækkað matarverð. Horfa verður á hverja grein landbúnaðarins fyrir sig. Ekki mikið borð fyrir báru hjá framleiðendum að gefa eftir afslátt í verðlagningu. Óvarlegt í þessari umræðu að styðja aðgerðir sem hafa neikvæð áhrif á jarðaverð.

2. Skipan í verðlagsnefnd. Formaður kynnti drög að bókun um málið og spunnust nokkrar umræður um málið. Eftirfarandi bókun var samþykkt: ,,Samkvæmt verkaskiptasamningi Landssambands kúabænda og Bændasamtaka Íslands, skal LK tilnefna annan fulltrúa framleiðenda í nefndina en hinn fulltrúann skulu LK og BÍ tilnefna sameiginlega. Stjórn LK lagði til á fundi sínum 13.6. að Sigurður Loftsson yrði sameiginlega valinn fulltrúi LK og BÍ. Þessu hafnaði stjórn BÍ á fundi sínum 14.6. og lagði til að Haraldur Benediktsson yrði sameiginlega valinn fulltrúi. Landssamband kúabænda hafnar þeirri hugmynd.  Samkvæmt búvörulögum átti tilnefningum í Verðlagsnefnd að vera lokið 15. júní og nefndin að vera fullskipuð 1. júlí. Því telur stjórn Landssambands kúabænda algjörlega óhjákvæmilegt að gengið verði frá tilnefningu í nefndina án frekari tafa.  Þar sem samningaviðræður við stjórn BÍ hafa reynst árangurslausar, m.a. hefur stjórn BÍ hafnað því að stjórnirnar tilnefni fulltrúann til skiptis í tvö ár,  telur stjórn LK sér ekki annað fært en líta svo á að í þetta skipti tilnefni stjórn BÍ annan fulltrúa framleiðenda í Verðlagsnefnd. Fulltrúi Landssambands kúabænda er Þórólfur Sveinsson. Varamaður hans er Sigurður Loftsson“.

3. Horfur í verðlagsmálum. Litlar horfur á að samkomulag náist í verðlagsnefnd sem framleiðendur geti sætt sig við. Ljóst að afkoma mjólkuriðnaðarins er að þyngjast.

4. Framleiðsla og sala. Framleiðsla eftir júlí var 112,3 og innvigtun 112,2 milljónir lítra. Neikvæð þróun í sölu á drykkjarskyri og jógúrt, mjög góð aukning í osti og smjöri. Stöðugleiki í framleiðslu og sölu á nautakjöti. Samdráttur í kúaslátrun fer minnkandi. Verð hækkaði lítillega í ágúst. Innflutningur hefur verið talsverður. Upplýsingar þyrftu að liggja fyrir um umfang hans.

5. Haustfundir LK. Hugmynd um skipulag haustfunda reifað. Að byrja lotuna í viku 41, 18.-19. október.

6. Fulltrúafundur í haust. Vegna óvissu í verðlagsmálunum er þeirri hugmynd varpað fram að halda fulltrúafund með haustinu.

7. Starfshópur um mat á hagkvæmni kúakynja.

Framkvæmdastjóri hefur að mestu lokið greinargerð um hvaða kyn koma til greina í rannsókninni. Daði Már Kristófersson er kominn vel af stað með að skilgreina verkefnið. Verkefnið verður kynnt á málþingi í nóvember í tilefni af 90 ára afmæli Hjalta Gestssonar, fyrrverandi ráðunautar.

8. Nefndarálit um endurskoðun á vörnum gegn búfjársjúkdómum. Landbúnaði haldið í meiri gíslingu en öðrum atvinnugreinum. Enginn rökstuðningur fylgir reglum um vélaflutninga og mikið ósamræmi milli einstakra vélaflokka. Stjórn lýsir miklum vonbrigðum yfir niðurstöðum starfshópsins og marga þætti skýrslunnar.

9. Meistaraverkefni Sigurðar Eiríkssonar kynnt. Verkefnið er um áhrif þess á landbúnaðinn ef dregið verður úr hömlum á innflutningi á landbúnaðarvörum. Beitt verður aðferð reiknanlegs almenns jafvægis (Computeable General Equilibrium) fyrir íslenskan efnahag.

10. Kjötmat. Niðurstaða aðalfundar um að taka ekki upp EUROP kjötmat var mjög afgerandi. Hún stendur óhögguð.

11. Átaksverkefni í nautgriparækt. Fjármögnun er í uppnámi. Tími hefur verið pantaður hjá landbúnaðarráðherra. Gerð verður sú krafa að við loforð ríkisstjórnarinnar um fjárframlög verði staðið að fullu.
12. Önnur mál
a. Aðild innleggjenda hjá Mjólku ehf að LK kom til umræðu.. Aðildarfélögin þurfa að vera sjálfstæð,
b. Aðild Lífsvals að LK. Lífsval er eigandi og ábúandi jarða í þess eigu og hyggst halda því formi. Síðan er ráðið starfsfólk. Lífsval rekur bú á starfssvæðum fleiri en eins aðildarfélags LK.
c. Verklagsreglur í aðildarfélögum um rétt til aðildar, hvort sem þeir framleiða mjólk eða kjöt. Rétt að huga að þessu máli á fulltrúafundi.
d. Niðurlagning NLK. Málið er í eðlilegum  farvegi.
e. Verklagsreglur vegna lyfjamengunar sem orsakast af lengri útskolunartíma en gefið er upp. Koma á fundi með framkvæmdastjóra, formanni, lögfræðingi og fulltrúa lyfjainnflytjenda. LBHÍ hefur fengið erindi um að kanna útskolunartíma.
f. Fá staðfestingu á að árshátíð verði í Sjallanum á Akureyri, nýlega skipt um rekstraraðila. Skipan í árshátíðarnefnd.  
g. Þakkir frá Bjarna Guðmundssyni fyrir stuðning við búvélasafn, greiðsla fyrir vinnu vegna ritunar örsögu nautgriparæktarinnar í sambandi við 20 ára afmæli LK rann til safnsins.
h. Framkvæmdastjóri kynnti viðræður sem hann hefur átt við nokkra forsvarsmenn fjármálastofnana um lánakjör, ljóst að þar er eitt mesta hagsmunamál kúabænda.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.30