Beint í efni

Stjórnarfundir – 2. 2006-2007

13.06.2006

Stjórnarfundur Landssambands kúabænda haldinn í OSS 13. júní 2006. Mættir eru Þórólfur Sveinsson, Sigurður Loftsson, Egill Sigurðsson, Guðný Helga Björnsdóttir, Jóhannes Ævar Jónsson og Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Fundur hófst kl. 11.03.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.

 

1. Staða framleiðslu og sölu. Framleiðslan nær tæpast 113 milljónum lítra á verðlagsárinu miðað við stöðuna eftir viku 23. Greiðslumark næsta verðlagsárs mun taka mið af áætlaðri sölu ca. 113,5-114 milljónum lítra sölu á próteingrunni og 2 milljónir til að laga birgðastöðu. Nefnt var  hvort stefna ætti að svo mikilli styrkingu birgða á einu verðlagsári eða tveimur.  Stefna að því að  greiðslumarkið verði 116 milljónum lítra. Ákvarðanir varðandi umframmjólk verði síðan teknar í september. Slæmt að  að geta ekki látið reyna á útflutningsmarkaði vegna skorts á hráefni.

2. Greiðslumarks- og gripagreiðslureglugerðir. Gert ráð fyrir að gripagreiðslur komi af A-hluta beingreiðslnanna.  Bændasamtökin muni greiða út gripagreiðslurnar. Fyrsta greiðsla verður væntanlega 1. nóvember 2006. Greiðslugrunnur uppfærður á 4 mánaða fresti. Aðild að MARK og traust upplýsingagjöf inn í grunninn er skilyrði að gripagreiðslum. Sama staða hjá þeim sem eru að koma inn er sú sama og hjá þeim sem eru að fara út. Eðlilegt að tími til leiðréttinga er sá sami og tími milli uppfærslna grunnsins. Þeir sem ekki eru handhafar beingreiðslna í dag en eiga rétt á þeim, þurfi skilyrðislaust að sækja um. Útbúinn verði reitur á heimasvæði hvers bónda í MARK þar sem kemur fram hver greiðslugrunnur viðkomandi bónda er.

3. Samstarfssamningur LK og BÍ hefur verið undirritaður.

4. Verðlagsmál mjólkur. Staða verðlagsmála sú að horfur eru á að hækkunarþörf í haust verði 8-9% og er það með því mesta sem sést hefur á síðustu árum.

5. Tilnefning fulltrúa LK í verðlagsnefnd búvara Þórólfur Sveinsson fulltrúi LK.  Tillaga LK að Sigurður Loftsson verði sameiginlega tilnefndur af  BÍ og LK.  Egill Sigurðsson varamaður Þórólfs.

6. Matarverðsnefnd forsætisráðherra. Fundur haldinn í Bændahöllinni 18. maí og rætt um viðbrögð við væntanlegum niðurstöðum.

7. Breytingar á reglugerð um mjólk og mjólkurvörur. Ný reglugerð hefur ekki ennþá verið sett en hún á að taka gildi 1. júlí n.k. Mjög óþægilegt að hafa ekki ennþá fengið reglugerðina til kynningar.

8. Stjórnin afgreiddi minnisblað til Bændasamtaka Íslands vegna nýrrar Nautastöðvar BÍ.

9. Greint var frá fundi sem formaður og framkvæmdastjóri áttu með Halldóri Runólfssyni yfirdýralækni og Þorvaldi Þórðarsyni formanni Dýralæknafélags Íslands.. Lagt til að farið verði í viðræður við DÍ um framtíðaskipan dýralæknaþjónustu vegna nautgriparæktarinnar. Formaður og framkvæmdastjóri ganga í það mál.

10. Rætt um tilvik þar sem útskolunartími lyfs var lengri en framleiðandi hafði gefið upp. Framkvæmdastjóra falið að skoða málið.

11. Málefni Kjötframleiðenda ehf. Kaupverð hlutabréfa LK fékkst greitt 2. júní sl. LK á nú 1% í Kjötframleiðendum ehf.

12. Greint frá starfi vinnuhóps vegna innflutningsmálsins. Verkáætlun er í 10 liðum, gengið út frá því að henni verði lokið fyrir aðalfund árið 2007.  Stjórnin taldi eðlilegt að verja nokkru af þróunarfé í eldri mjólkursamangi vegna þessa máls.

13. Ákvðið var að fenginn verði löggiltur endurskoðandi  til að endurskoða reikninga LK.

14. Greiðsla til Bjarna Guðmundssonar vegna ritunar sögu nautgriparæktarinnar. Hann óskar eftir að fjárhæðin renni til Búvélasafnsins. Samþykkt að styrkja safnið um 100.000 kr. Sagan (glærurnar) verði aðgengileg á vef LK.

15. Lagt fram réf frá ritstjóra Bbl. um dreifingu Bændablaðisins ofl.

16. Framkvæmd ræktunarstarfsins og kvíguskoðunar. Talsverðar umræður um faglega framkvæmd og skiptingu fjármuna, annars vegar af búnaðarlagasamningi og búnaðargjaldi. Óánægja virðist með kvíguskoðun á sumum svæðum. Verður rætt frekar á vettvangi vinnuhóps um ræktunarmál.

17. Rætt um stöðu og framtíð Nautastöðvar LK. Stjórnin taldi eðlilegast að slíta félaginu.

18. Bjargráðasjóður óskar eftir frekari rökstuðningi fyrir því að hann kosti  forvarnaraðgerðir vegna lyfjamengunar í mjólk. Framkvæmdastjóri og formaður  skoða málið nánar.

19. Rekstrarstöðvunartryggingar. Varaformanni og framkvæmdastjóra falið að ræða málið við Sjóvá og eftir atvikum önnur tryggingafélög. Samráð verði haft við BÍ um málið.

20. Rætt um framtíð á kynningu á landbúnaðinum í skólabúðunum á Reykjum í Hrútafirði.

21. Áréttað að í tilefni af tuttugu ára afmæli LK verði í sumar mynduð mismunandi tæknistig við mjaltir.  Framkvæmdastjóri vinnur að málinu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.10.

Baldur Helgi Benjamínsson