Beint í efni

Stjórnarfundir – 1. 2006-2007

19.04.2006

Stjórnarfundur haldinn í Þingborg 19. apríl 2006. Mættir eru Þórólfur Sveinsson, formaður. Sigurður Loftsson, Egill Sigurðsson, Guðný Helga Björnsdóttir, Jóhannes Jónsson og Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Fundur hófst kl. 13.15.

 

Formaður setti fund og gekk til dagskrár.

 

1. Farið yfir framkvæmd aðalfundar og kom m.a. eftirfarandi fram: Nefnt var að tillögur þyrftu að berast fyrr, t.d. 5 dögum fyrir fund. Afgreiðsla reikninga þarf að vera í prentaðri dagskrá. Umhugsunarefni hvort undirbúa hefði átt Nautastöðvarmálið með öðrum hætti. Tvær tillögur frá stjórn fengu ekki brautargengi. Fundaraðstaða var heldur óheppileg. Nota hefði mátt netið meira til að vekja athygli á fundinum, áhorf á beina útsendingu var nokkuð meira en í fyrra. Setja þarf fyrirliggjandi tillögur á netið fyrir fundinn.

2. Kosningar.
a. Varaformaður: Sigurður Loftsson kosinn varaformaður með fjórum atkvæðum, einn seðill auður.
b. Ritari: Guðný Helga Björndóttir kosinn ritari með fjórum atkvæðum, aðrir fengu færri.
c. Framkvæmdanefnd búvörusamninga: Þórólfur Sveinsson aðalmaður og Sigurður Loftsson varamaður.
d. Fulltrúar í Fagráð í nautgriparækt: Þórólfur Sveinsson, Sigurður Loftsson og Þórarinn Leifsson.
e. Fulltrúi í Verðlagsnefnd búvara: Þórólfur Sveinsson fulltrúi LK og Egill Sigurðsson til vara. Með fyrirvara um samkomulag við BÍ var með Sigurði Loftssyni sem sameiginlegum fulltrúa  og Guðnýju Helgu Björnsdóttir til vara.
f. Samstarfsnefnd SAM og BÍ: Sigurður Loftsson aðalmaður og Guðný Helga Björnsdóttir varamaður.
g. Samninganefnd vegna mjólkursamnings: Þórólfur og Egill eru í samninganefndinni. Þórarinn Leifsson er sameiginlegur fulltrúi LK og BÍ. Stjórnin einhuga um að nefndin starfi að þessu leyti óbreytt áfram.

3. Tryggingamál búgreinanna í staðinn fyrir Bjargráðasjóð. Rétt að bjóða heildarpakkann út upp á nýtt, leita viðræðna við BÍ um málið. Sigurður Loftsson og Baldur Helgi ganga í málið.

4. Nautastöð BÍ. Verklýsing ekki nógu glögg fyrir vinnuhópinn. Formaður telur tvær leiðir færar: Stöðin hefur verið á Hvanneyri í nærri 40 ár, á því hafa ekki verið annmarkar og því hægt að segja sem svo að þeirri staðsetningu þurfi ekki að breyta; Að byrja frá grunni og skanna landið að lokinni þarfagreiningu og  finna þannig heppilegustu staðsetningu Nautastöðvar. Ekki skýrt hvaða aðferðafræði skyldi notuð við staðarvalið.
5. Ályktanir aðalfundar 2006
a. Innflutningur erfðaefnis til kynbóta. Skipun stýrihóps, leita tilnefningar SAM um fulltrúa. Fá Ágúst Sigurðsson til að vera formaður hópsins. Baldur Helgi verði ritari hópsins. Þórólfur Sveinsson fulltrúi stjórnar.  Skoða ræktunaráherslur í viðkomandi landi.
b. Samstarfssamningur LK og BÍ. Stefnt að undirskrift í maímánuði.
c. Fóðurtollar. Panta tíma hjá Guðna.
d. Verðlagsmálin. Óska eftir fundi í verðlagsnefnd strax eftir að framreikningur verðlagsgrundvallar liggur fyrir í júní.
e. Sala hóteleigna BÍ. Senda ályktun til stjórnar BÍ.
f. Um greiðslumark og efnaþátt mjólkur. Senda til SAM.
g. Reglugerð um gripagreiðslur. Senda til landbúnaðarráðuneytisins og BÍ.
h. Stærðarmörk í mjólkurframleiðslu. Senda til landbúnaðarráðuneytisins og BÍ.
i. Forritunarmál nautgriparæktarinnar. Guðný Helga og Baldur Helgi.
j. Kauptilboð í hótelin. Senda til BÍ.
k. Eftirlit með áburði. Þórólfur og Baldur Helgi heimsæki Landbúnaðarstofnun af þessu tilefni.
l. Framkvæmd reglugerðar um merkingar búfjár. Senda til ráðuneytisins, LBS og BÍ.

6. Önnur mál.
a. Könnun LK á kostnaði v. þjónustu dýralækna. Landssamband kúabænda ákvað fyrir nokkrum mánuðum að óska eftir gjaldskrám dýralækna til birtingar á heimasíðu LK. Aðeins tveir dýralæknar sendu inn gjaldskrár, báðir eru í fullu starfi við annað en dýralækningar. Reynt var að safna upplýsingum með því að kalla eftir reikningum frá bændum en sú leið hefur reynst ófær. Því sér LK ekki að svo komnu færa leið til að birta samanburðarhæfar upplýsingar um gjaldskrár dýralækna.
b. Staða framleiðslunnar. Sumarmánuðirnir þurfa að vera 8% yfir sömu mánuðum í fyrra til að framleiðsla verðlagsársins nái 113 milljónum lítra. Framkvæmdastjóra falið að skoða möguleika á að Bjargráðasjóður kosti plastbönd á meðhöndlaðar kýr.
c. Grein Ármanns Gunnarssonar. Verður rædd á fundi formanns og framkvæmdastjóra með yfirdýralækni.
d. Greiðsla til Bjarna Guðmundssonar vegna sögu nautgriparæktarinnar.
e. Aðalfundur LK 2007. Framkvæmdastjóra falið að leita tilboða hjá hótelum á Akureyri og í Reykjavík.
7. Heimasíða LK. Verklýsing fyrir síðuna. Á stjórnin að vera virkari í skrifum á síðunni? Er rétt að fá fagmann til að ræða við okkur um það hvernig standa skal að heimasíðu? Setja okkur raunhæf markmið um efnismagn. Hvaða stefnu á að reka með síðunni? Setja inn siðareglur kýrhaussins. Lagfæra áskrifendalistann.
8. Myndband á mjöltum við öll tæknistig. Handmjaltir til róbóta.
9. Uppgjör á árshátíð LK er í vinnslu. Lagt til að afmælisnefndarfólki verði greidd þóknun 50.000 kr.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.50.

Baldur Helgi Benjamínsson.