Stjórnarfundir – 10. 2005/2006
29.03.2006
Stjórnarfundur haldinn 29. mars 2006 í fundarsal OSS. Mættir eru Þórólfur Sveinsson, Sigurður Loftsson, Egill Sigurðsson, Guðný Helga Björnsdóttir, Jóhannes Jónsson og Baldur Helgi Benjamínsson, sem ritaði fundargerð. Undir lið 6 og 7 mætti Jón Kristinn Baldursson starfsmaður Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði til fundar. Fundur hafinn kl. 11.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.
1. Tillögur og annað efni fyrir aðalfund. Gengið endanlega frá tillögum og minnisblöðum stjórnar til aðalfundar. Jafnframt var ákveðið að senda Samstarfssamninginn við BÍ til aðalfundarfulltrúa.
2. Undirbúningur aðalfundar og afmælishátíðar.
a. Búið að ákveða hverjir verða heiðraðir.
b. Skipan starfsmanna fundarins, tillaga um Sigurgeir Hreinsson sem fyrsta fundarstjóra. Sá háttur áfram að hafa númeraðar starfsnefndir. Leitað verður að ritara fundarins utan fulltrúahóps.
c. Erindisflutningur, Dr. Daði Már Kristófersson fjallar um framleiðslukostnað mjólkur.
d. Kvöldverður á fimmtudagskvöldinu. Áætlað 60 manna hópur.
e. Rætt um Afmælishátíð í Smáralind og opið hús hjá vélasölum.
3. Staða framleiðslunnar. Hráefni er takmarkandi þáttur eins og er. Líklegt að greitt verði fyrir alla mjólk sem berst á næsta verðlagsári líka. Þróun framleiðslu allra síðustu vikna gefur ekki tilefni til verulegrar bjartsýni.
4. Framkvæmdastjóri fór yfir fundi aðildarfélaga. Almennt jákvæður hugur í framleiðendum.
5. Jón Kr. Baldursson hjá SAM mætir til fundar. Formaður gerir tillögu um að SAM verði falið það verkefni að taka saman upplýsingar um fjölda tilfella lyfjamengunar í mjólk og senda framleiðendum. Einnig að dreift verði plastböndum sem nota má til auðkenningar á meðhöndluðum kúm. SAM er að safna upplýsingum um fjölda tilfella allt frá upphafi árs 2005, um lítrafjölda og það lyf sem notað var. Veitir mikilvægar upplýsingar um útskolunartíma. Plakat með upplýsingum um öruggar mjaltir. 6. Staða frumutölumála. Hefur farið batnandi á síðustu mánuðum, aðeins 1 framleiðandi í sölubanni í lok febrúar. Jón kynnti tillögur að flokkamörkum, fundarmenn á því að verðskerðingarhlutfall á 2 flokki verði 5% af afurðastöðvaverði og 18% af 3 flokki m.v. flokkun mjólkurinnar m.t.t. frumutölu. Rétt að ítreka möguleika bænda á að fá tekin aukasýni. Kominn sýnatökubúnaður sem kostar ca. 1000 krónur á sýni sem hægt er að senda bænda.
7. Staða verðlagsmála.
a. Líklegt er að staðan í verðlagsmálum verði erfið í haust. Verðbólga gæti orðið á bilinu 6-9 % í haust, , lækkun á framlögum ríkisins um 1% að raungildi. Erfitt gæti reynst að ná samkomulagi um eðlilega leiðréttingu á verði.
b. Formaður lagði fram minnisblað frá Ólafi Friðrikssyni um verðmiðlunargjald og verðtilfærslugjald. Ekki verður samþykkt að leggja af verðmiðlunargjald án þess að trygging sé fyrir því að samlagið á Ísafirði fái framlög. Ekki lagst gegn atriðum sem fram koma í minnisblaði, að því gefnu að SAM samþykki þær breytingar.
8. Gripagreiðslur. Formaður greindi frá fundi sínum og framkvæmdastjóra með landbúnaðarráðherra um málið. Ráðherra lagði þunga áherslu á að málið verði klárað, svo ekki þurfi að breyta mjólkursamningnum. Ákveðið að leggja drög að ályktun um málið fyrir aðalfundinn. Ábyrgð á þessu máli liggur alfarið hjá stjórnsýslunni.
9. Rætt um hvað taki við þegar lækkar í sjóðum Bjargráðasjóðs. Stjórnin taldi æskilegast að nautgriparæktin verði hluti af landbúnaðartryggingu sem BÍ myndi skilgreina í samráði við LK. Ef það er ekki mögulegt, þá muni nautgriparæktin leita tilboða í tryggingar á einkamarkaði á búgreinagrunni.
10. Verðtrygging opinbers stuðnings. Rætt um reynsluna af verðtryggingu stuðnings við mjólkurframleiðsluna í stað tengingar við verð og magn. Fundarmenn leggja áherslu á að formaður geri ítarlega grein fyrir þessum atriðum á aðalfundi.
11. Önnur mál
a. Rætt um málefni NLK ehf.
b. Nokkuð rætt um dýralæknaþjónustu og skoðanaskipti á kýrhausnum sem tengjast þeim málum..
c. Minnt var á nauðsyn þess að fulltrúar LK á Búnaðarþingi vitni samviskusamlega um afstöðu sína á Auka-búnaðarþingi 2006. Fundarefni var: Tilboð í hótel í eigu Bændasamtaka Íslands.
d. Rætt um aðild LK að Markaðsnefnd Mjólkuriðnaðarins. Í ljósi breyttra aðstæðna mun stjórn leggja til við aðalfund að LK verði formlegur aðili að nefndinni og að framlag LK verði 2 milljónir á ári.
e. Í tengslum við ályktun um EUROP kjötmat, var minnt á að fá þarf fulltrúa sláturleyfishafa á aðalfund til viðræðna við starfsnefnd.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.30.
Baldur Helgi Benjamínsson.